Fótbolti

Hörður Björgvin á sínum stað hjá CSKA Moskvu sem komst aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin og félagar unnu og héldu hreinu í dag.
Hörður Björgvin og félagar unnu og héldu hreinu í dag. vísir/getty
Eftir tvo leiki án sigurs vann CSKA Moskva 3-0 sigur á Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CSKA Moskvu en Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni vegna ökklameiðsla.

Hörður Björgvin hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum sjö deildarleikjum CSKA Moskvu á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 13 stig, aðeins einu stigi á eftir efstu þremur liðunum.



Rúnar Már Sigurjónsson lék síðustu 26 mínúturnar þegar Astana vann öruggan sigur á Taraz, 5-0, í úrvalsdeildinni í Kasakstan.

Astana er í 2. sæti deildarinnar með 47 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Tobol. Astana á þó leik til góða á Tobol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×