Fótbolti

Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elín Metta fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Elín Metta fagnar fyrra marki sínu í kvöld. vísir/bára
Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi.

Ísland byrjaði af krafti og komst yfir á 10. mínútu með marki Elínu Mettu Jensen en Ungverjar jöfnuðu metin þremur mínútum fyrir hlé.

Hlín Eiríksdóttir kom hins vegar Íslandi yfir á 59. mínútu, Dagný Brynjarsdóttir skoraði þriðja markið sex mínútum síðar og í uppbótartíma skoraði Elín Metta annað mark sitt og fjórða mark Íslands.

Ísland er því með þrjú stig eftir fyrsta leikinn í riðlinum en strax á mánudaginn bíður næsti leikur er Slóvakíu kemur í heimsókn.

Mörk Íslands leiknum má sjá hér að neðan.



Klippa: Ísland - Ungverjaland 1-0




Klippa: Ísland - Ungverjaland 2-1




Klippa: Ísland - Ungverjaland 3-1




Klippa: Ísland - Ungverjaland 4-1

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×