Fótbolti

Daníel Leó og Hólmbert á skotskónum en Hjörtur sá rautt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby.
Hjörtur í leik með Bröndby. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson var sendur í snemmbúna sturtu er hann fékk rautt spjald í 2-0 sigri Bröndby á Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Pólverjinn Kamil Wilczek skoraði bæði mörk Bröndby, það fyrra á 52. mínútu og það síðara á 85. mínútu, en Hjörtur fékk sitt annað gula spjald í uppbótatímanum.

Bröndby er í þriðja sæti deildarinnar með tíu stig, fimm stigum á eftir toppliðunum FCK og Midtyjlland.

Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina í vörn CSKA Moskvu sem gerði markalaust jafntefli við PFC Sochi í Rússlandi. Arnór Sigurðsson fór meiddur af velli eftir 29 mínútur en CSKA er í 2. sætinu.

Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson skoruðu sitt hvort markið í 3-1 sigri Álasund á Strömmen í norsku B-deildinni í dag. Álasund er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á toppnum.

Daníel Leó, Hólmbert Aron, Aron Elís Þrándarson og Davíð Kristján Ólafsson spiluðu allir fjórir allan leikinn fyrir Álasund.

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem vann 2-0 sigur á Elfsborg á heimavelli. Norrköping er í 7. sæti deildarinnar með 31 stig.

Samúel Kári Friðjónsson spilaði fyrir Víking sem tapaði 2-1 fyrir Bodo/Glimt á útivelli en Víking er í 9. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×