Innlent

Kristinn áfrýjar til Landsréttar

Valgerður Árnadóttir skrifar
Kristinn Sigurjónsson í dómsal í gær.
Kristinn Sigurjónsson í dómsal í gær. Fréttablaðið/Sigrtyggur Ari
Háskólinn í Reykjavík var í gær sýknaður af öllum kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við skólann. Kristinn hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.

Kristinn, sem starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans, stefndi HR eftir að honum var sagt upp vegna ummæla um konur sem hann lét falla í lokuðum Facebook-hópi í október í fyrra. Kristinn fór fram á tæplega 57 milljónir vegna uppsagnarinnar og sagði hana ólögmæta.

Héraðsdómur sýknaði HR af kröfu Kristins. Kristinn sagði eftir dóminn að hann kæmi sér á óvart.

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, segir að dómnum verði áfrýjað.

„Það stóð aldrei til að þetta færi svona,“ segir Jón Steinar. Hann svaraði spurningu um hvort niðurstaðan kæmi á óvart með annarri spurningu: „Getur maður ekki átt von á öllu frá íslenskum dómstólum nú til dags?“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×