Bikaróði Brassinn Benedikt Bóas skrifar 20. júlí 2019 07:30 Með börnunum sínum Daniel og Victoriu sem hann á með fyrrum eiginkonu sinni, Dinora Santana. Þau eru enn miklir vinir en Santana sér um málefni Alves en hún er mikilsmetinn umboðsmaður í dag. Dani Alves lyfti sínum fertugasta titli um síðustu helgi þegar Brasilía vann Copa America. Hann er þar með fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hefur unnið 40 titla á ferlinum. „Ég ólst upp í fátækt. Hér er ég núna. Það er súrrealískt en hér stend ég,“ er lausleg þýðing á bæn sem Brasilíumaðurinn Dani Alves fer með fyrir hvern einasta leik. Brasilíski bakvörðurinn, sem er sigursælasti leikmaður allra tíma eftir að Brasilía vann Copa America, er fæddur 6. maí 1983 í Juazeiro. Þar bjó hann á bóndabæ og þurftu þrír bræður hans að aðstoða pabba sinn fyrir skóla. Sá sem væri duglegastur fengi að hjóla í skólann. Hinir þurftu að ganga. Alves hefur sagt að hann hafi unnið mikið til að fá að fara á hjólinu því skólinn væri langt frá fótboltavellinum og hann hefði þurft að hlaupa eftir skóla til að ná æfingum. Bræður hans hafa látið hafa eftir sér að hann hafi æft sig að gefa eiginhandaráritanir því hann vissi að hann myndi slá í gegn sem fótboltamaður. Hann var vissulega efnilegur en hver hefur ekki heyrt um efnilegan Brassa. Hann byrjaði á kantinum og var fljótur en skoraði ekki mikið. Hann var því færður í bakvörðinn og er af flestum talinn einn besti bakvörður síðari tíma. Þrátt fyrir kröpp kjör segir Alves að gleðin hafi verið við völd á heimilinu. Fjölskyldan hafi tekið sér frí á sunnudögum til að horfa á fótbolta í svarthvítu sjónvarpi með stálull vafða utan um loftnetið til að ná útsendingunni betur. Að sögn Alves var pabbi hans einnig liðtækur fótboltamaður en fékk ekki tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann hafi ákveðið að synir hans myndu ekki missa af tækifærinu og einn daginn var komið að því að skutla drengnum á eldgömlum bíl til að sýna hvað Alves yngri gæti.Það er yfirleitt stutt í sprellið hjá Dani Alves. Hér í myndatöku árið 2017 með bros á vör.NordicPhotos/GettyÞað tókst og 13 ára var drengurinn farinn að heiman til að búa á heimavist ásamt 100 öðrum drengjum. Heimavistin minnti Alves á fangelsi að sögn hans sjálfs, en hann hafi þó fengið nýja skó og nýjan búning í kveðjugjöf frá pabba sínum. Þessu var stolið daginn eftir en Alves notaði það sem hvatningu og notar enn. Það var æft allan daginn en lítið var um næringu á milli og var Alves oft svangur. Hann saknaði fjölskyldu sinnar, var búinn að missa nýja búninginn sinn en ákvað að hann myndi ekki gefast upp. Hann var ekki bestur á heimavistinni en trúlega með mesta viljann. Hann ætlaði að gera föður sinn stoltan og ef hann yrði sendur heim þá gæti hann sagt stoltur að hann hefði allavega reynt. Alves tókst ætlunarverkið og þótti nokkuð góður hægri bakvörður. Esporte Clube Bahia tók sénsinn á guttanum og árið 2001 vann liðið Campeonato Brasileiro Série A bikarinn. Alves lagði upp mark og fiskaði víti í 3:0 sigri. Eftir það var erfitt að halda honum utan byrjunarliðsins. Hann var kominn á bragðið að lyfta bikurum en í upptalningu á bikurunum 40 sem hann hefur unnið eru ekki taldir bikararnir sem hann lyfti með Bahia. Séu þeir taldir með eru bikararnir 43.Með Lionel Messi hjá Barcelona.Laug til um Sevilla Spænska liðið Sevilla tók eftir Alves og fékk hann að láni til að byrja með. Hann var 18 ára og hefur sagt að það sé eina lygin sem hann hafi nokkru sinni sagt þegar hann sagðist vita hvar Sevilla væri. „Auðvitað þekki ég Sevilla. Ég elska Spán og borgina,“ sagði hann við umboðsmann sem kynnti honum áhuga félagsins. Fyrsta árið hans hjá Sevilla var erfitt. Hann var yfirleitt utan liðsins og talaði ekki tungumálið. Hann vissi að HM 2003 væri handan við hornið fyrir yngra landslið Brasilíu og vildi komast í liðið. Hann hugsaði til föður síns og ákvað að læra tungumálið, eignast nokkra vini og eiga góðar minningar. Það gekk ágætlega en hann var engu að síður í liði sem varðist aftarlega á vellinum. Þjálfarinn bannaði honum að fara yfir miðlínu og nú þurfti guttinn að venjast varnarlífinu. „Ég spilaði nokkra leiki og horfði á línuna. Ég var hræddur við að fara yfir hana. Síðan í einum leik þá ákvað ég að láta bara vaða. Ég fór yfir línuna og sótti og sótti og sótti. Á portúgölsku kallast það „agora“. Það virkaði sem betur fer og þjálfarinn kom til mín og sagði að nú mætti ég sækja. Á örkotsstundu breyttist félagið úr fallliði í að vinna Evrópudeildina tvisvar,“ rifjaði hann upp. Brasilía vann HM ungmenna árið 2003 og Alves var valinn þriðji besti leikmaður keppninnar. Þeir unnu Spán í úrslitaleik þar sem Andrés Iniesta stjórnaði miðjunni. Alves var eini leikmaður Brasilíu sem lék utan heimalandsins. Með honum í liði var meðal annars miðjumaðurinn í Manchester City, Fernandinho, sem skoraði einmitt sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sevilla keypti Alves í kjölfarið.Kunnuleg staða. Alves lyftir bikar. Hann var fyrirliði Brasilíu sem fór alla leið í Copa America.Alves var nokkuð fljótur að láta til sín taka og stórlið fóru að taka eftir honum. Í júní 2006 var Alves orðaður við Liverpool fyrir átta milljónir punda. Það þótti Rafa Benitez of mikið og því var hann ekki keyptur. Alves vildi fara til Liverpool en leið vel í Sevilla og skrifaði í kjölfarið undir nýjan samning. Félagið var nýbúið að niðurlægja Middlesbrough 4:0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Alves var einn af mönnum leiksins. Ári síðar spilaði hann 47 leiki og skoraði fimm mörk þar sem Sevilla endurtók leikinn og vann Evrópudeildina. Chelsea bankaði á dyrnar og vildi kaupa hann. Þrátt fyrir mikil læti og fjölmiðlastríð milli Alves og þáverandi forseta Sevilla, José María del Nido, varð Alves um kyrrt. En aðeins eitt ár. Barcelona kom og sótti drenginn sem var orðinn að manni. Hann varð einn dýrasti varnarmaður í sögunni og þriðji dýrasti leikmaður Barcelona frá upphafi. „Ég þurfti ekki að ljúga að þessu sinni. Ég vissi hvar Barcelona var,“ lét hann hafa eftir sér. Hjá Barcelona vann hann deildina sex sinnum, bikarinn fjórum sinnum, Meistaradeildina þrisvar og var Alves hluti af liði sem er talið vera eitt það besta í sögunni. Hann var í Barcelona í átta ár og skellti sér til Juventus í eitt ár áður en hann fór til PSG í brasilísku byltinguna. Henni er nú lokið. Alves er frjáls ferða sinna og óvíst með framhaldið. Eitt er víst að hann er ekkert endilega hættur að lyfta bikurum enda orðinn því vanastur allra leikmanna. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Fótbolti Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Dani Alves lyfti sínum fertugasta titli um síðustu helgi þegar Brasilía vann Copa America. Hann er þar með fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hefur unnið 40 titla á ferlinum. „Ég ólst upp í fátækt. Hér er ég núna. Það er súrrealískt en hér stend ég,“ er lausleg þýðing á bæn sem Brasilíumaðurinn Dani Alves fer með fyrir hvern einasta leik. Brasilíski bakvörðurinn, sem er sigursælasti leikmaður allra tíma eftir að Brasilía vann Copa America, er fæddur 6. maí 1983 í Juazeiro. Þar bjó hann á bóndabæ og þurftu þrír bræður hans að aðstoða pabba sinn fyrir skóla. Sá sem væri duglegastur fengi að hjóla í skólann. Hinir þurftu að ganga. Alves hefur sagt að hann hafi unnið mikið til að fá að fara á hjólinu því skólinn væri langt frá fótboltavellinum og hann hefði þurft að hlaupa eftir skóla til að ná æfingum. Bræður hans hafa látið hafa eftir sér að hann hafi æft sig að gefa eiginhandaráritanir því hann vissi að hann myndi slá í gegn sem fótboltamaður. Hann var vissulega efnilegur en hver hefur ekki heyrt um efnilegan Brassa. Hann byrjaði á kantinum og var fljótur en skoraði ekki mikið. Hann var því færður í bakvörðinn og er af flestum talinn einn besti bakvörður síðari tíma. Þrátt fyrir kröpp kjör segir Alves að gleðin hafi verið við völd á heimilinu. Fjölskyldan hafi tekið sér frí á sunnudögum til að horfa á fótbolta í svarthvítu sjónvarpi með stálull vafða utan um loftnetið til að ná útsendingunni betur. Að sögn Alves var pabbi hans einnig liðtækur fótboltamaður en fékk ekki tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann hafi ákveðið að synir hans myndu ekki missa af tækifærinu og einn daginn var komið að því að skutla drengnum á eldgömlum bíl til að sýna hvað Alves yngri gæti.Það er yfirleitt stutt í sprellið hjá Dani Alves. Hér í myndatöku árið 2017 með bros á vör.NordicPhotos/GettyÞað tókst og 13 ára var drengurinn farinn að heiman til að búa á heimavist ásamt 100 öðrum drengjum. Heimavistin minnti Alves á fangelsi að sögn hans sjálfs, en hann hafi þó fengið nýja skó og nýjan búning í kveðjugjöf frá pabba sínum. Þessu var stolið daginn eftir en Alves notaði það sem hvatningu og notar enn. Það var æft allan daginn en lítið var um næringu á milli og var Alves oft svangur. Hann saknaði fjölskyldu sinnar, var búinn að missa nýja búninginn sinn en ákvað að hann myndi ekki gefast upp. Hann var ekki bestur á heimavistinni en trúlega með mesta viljann. Hann ætlaði að gera föður sinn stoltan og ef hann yrði sendur heim þá gæti hann sagt stoltur að hann hefði allavega reynt. Alves tókst ætlunarverkið og þótti nokkuð góður hægri bakvörður. Esporte Clube Bahia tók sénsinn á guttanum og árið 2001 vann liðið Campeonato Brasileiro Série A bikarinn. Alves lagði upp mark og fiskaði víti í 3:0 sigri. Eftir það var erfitt að halda honum utan byrjunarliðsins. Hann var kominn á bragðið að lyfta bikurum en í upptalningu á bikurunum 40 sem hann hefur unnið eru ekki taldir bikararnir sem hann lyfti með Bahia. Séu þeir taldir með eru bikararnir 43.Með Lionel Messi hjá Barcelona.Laug til um Sevilla Spænska liðið Sevilla tók eftir Alves og fékk hann að láni til að byrja með. Hann var 18 ára og hefur sagt að það sé eina lygin sem hann hafi nokkru sinni sagt þegar hann sagðist vita hvar Sevilla væri. „Auðvitað þekki ég Sevilla. Ég elska Spán og borgina,“ sagði hann við umboðsmann sem kynnti honum áhuga félagsins. Fyrsta árið hans hjá Sevilla var erfitt. Hann var yfirleitt utan liðsins og talaði ekki tungumálið. Hann vissi að HM 2003 væri handan við hornið fyrir yngra landslið Brasilíu og vildi komast í liðið. Hann hugsaði til föður síns og ákvað að læra tungumálið, eignast nokkra vini og eiga góðar minningar. Það gekk ágætlega en hann var engu að síður í liði sem varðist aftarlega á vellinum. Þjálfarinn bannaði honum að fara yfir miðlínu og nú þurfti guttinn að venjast varnarlífinu. „Ég spilaði nokkra leiki og horfði á línuna. Ég var hræddur við að fara yfir hana. Síðan í einum leik þá ákvað ég að láta bara vaða. Ég fór yfir línuna og sótti og sótti og sótti. Á portúgölsku kallast það „agora“. Það virkaði sem betur fer og þjálfarinn kom til mín og sagði að nú mætti ég sækja. Á örkotsstundu breyttist félagið úr fallliði í að vinna Evrópudeildina tvisvar,“ rifjaði hann upp. Brasilía vann HM ungmenna árið 2003 og Alves var valinn þriðji besti leikmaður keppninnar. Þeir unnu Spán í úrslitaleik þar sem Andrés Iniesta stjórnaði miðjunni. Alves var eini leikmaður Brasilíu sem lék utan heimalandsins. Með honum í liði var meðal annars miðjumaðurinn í Manchester City, Fernandinho, sem skoraði einmitt sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sevilla keypti Alves í kjölfarið.Kunnuleg staða. Alves lyftir bikar. Hann var fyrirliði Brasilíu sem fór alla leið í Copa America.Alves var nokkuð fljótur að láta til sín taka og stórlið fóru að taka eftir honum. Í júní 2006 var Alves orðaður við Liverpool fyrir átta milljónir punda. Það þótti Rafa Benitez of mikið og því var hann ekki keyptur. Alves vildi fara til Liverpool en leið vel í Sevilla og skrifaði í kjölfarið undir nýjan samning. Félagið var nýbúið að niðurlægja Middlesbrough 4:0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Alves var einn af mönnum leiksins. Ári síðar spilaði hann 47 leiki og skoraði fimm mörk þar sem Sevilla endurtók leikinn og vann Evrópudeildina. Chelsea bankaði á dyrnar og vildi kaupa hann. Þrátt fyrir mikil læti og fjölmiðlastríð milli Alves og þáverandi forseta Sevilla, José María del Nido, varð Alves um kyrrt. En aðeins eitt ár. Barcelona kom og sótti drenginn sem var orðinn að manni. Hann varð einn dýrasti varnarmaður í sögunni og þriðji dýrasti leikmaður Barcelona frá upphafi. „Ég þurfti ekki að ljúga að þessu sinni. Ég vissi hvar Barcelona var,“ lét hann hafa eftir sér. Hjá Barcelona vann hann deildina sex sinnum, bikarinn fjórum sinnum, Meistaradeildina þrisvar og var Alves hluti af liði sem er talið vera eitt það besta í sögunni. Hann var í Barcelona í átta ár og skellti sér til Juventus í eitt ár áður en hann fór til PSG í brasilísku byltinguna. Henni er nú lokið. Alves er frjáls ferða sinna og óvíst með framhaldið. Eitt er víst að hann er ekkert endilega hættur að lyfta bikurum enda orðinn því vanastur allra leikmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Fótbolti Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira