Fótbolti

Alsír Afríkumeistari í fyrsta sinn í 29 ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alsíringar fagna marki Baghdads Bounedjah.
Alsíringar fagna marki Baghdads Bounedjah. vísir/getty
Alsír er Afríkumeistari í annað sinn eftir 0-1 sigur á Senegal í úrslitaleik í Kairó í kvöld.



Baghdad Bounedjah skoraði eina mark leiksins strax á 2. mínútu. Hann átti þá skot sem fór af Salif Sané og í háum boga yfir Alfred Gomis í marki Senegals. Þetta var fyrsta og eina skot Alsír í leiknum.

Eftir klukkutíma leik dæmdi Neant Alioum, dómari leiksins, vítaspyrnu á Alsír. Hann sneri dómnum hins vegar við eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi.

Senegal sótti meira í leiknum en tókst ekki að skora og Alsír hélt hreinu í fimmta sinn á mótinu.

Alsír varð einnig Afríkumeistari á heimavelli 1990. Liðið vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleik. Senegal hefur aldrei orðið Afríkumeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×