Fótbolti

Dagný trónir á toppnum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir. Getty/Maja Hitij
Dagný Brynj­ars­dótt­ir landsliðskona í knatt­spyrnu og samherjar henn­ar hjá Port­land Thorns komust á topp bandarísku NWSL-deildarinnar með 2-1 sigri á Hou­st­on Dash um helgina.

Dagný lék allan leikinn fyrir Portland Thorns sem lenti undir í leiknum en náði að snúa taflinu sér í vil. Port­land Thorns er eftir þennan sigur með 19 stig eft­ir tíu um­ferðir og hefur einu stigi meira en Washingt­on sem er í öðru sæti.

Það gekk ekki eins vel hjá Gunn­hildi Yrsu Jóns­dótt­ur og liðsfélögum henn­ar hjá Utah Royals en þær lutu í lægra haldi 2-0 fyrir Seattle Reign. Þessi úrslit þýða að Utah Royals og Seattle Reign eru jöfn að stigum með 17 stig í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.

North Carolina, sem er ríkjandi meistari, er þar fyrir neðan með 16 stig en efstu fjögur lið deildarkeppninnar komast í úrslitakeppni um meistaratitilinn og það er ljóst að hart verður barist um sæti þar. - hó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×