Áætluð skattsvik yfir þriggja ára tímabil um 80 milljarðar á ári Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 14:47 Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Vísir/Getty Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira