Áætluð skattsvik yfir þriggja ára tímabil um 80 milljarðar á ári Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 14:47 Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Vísir/Getty Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira