Fótbolti

Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg stendur á milli stanganna í dag.
Guðbjörg stendur á milli stanganna í dag. vísir/getty
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fimm breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi.



Inn koma Guðbjörg Gunnarsdóttir, Ásta Eir Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Sú síðastnefnda er í byrjunarliði landsliðsins í fyrsta sinn.

Sandra Sigurðardóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fara úr byrjunarliðinu.

Á Twitter-síðu KSÍ kemur fram að Gunnhildur Yrsa hafi fengið leyfi til að fara og spila með liði sínu í Bandaríkjunum, Utah Royals.



Fyrri leikur Íslands og Finnlands fór fram í Turku og endaði með markalausu jafntefli. Leikur liðanna í dag fer fram í Espoo og hefst klukkan 15:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×