Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2019 16:15 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira