Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2019 16:15 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira