Fordæmir skipun formanns nefndar um lögreglueftirlit Ari Brynjólfsson skrifar 13. maí 2019 08:30 Nefnd um eftirlit með lögreglu var sett á laggirnar 2017. Vísir/vilhelm Umdeildur ráðuneytisstarfsmaður hefur verið skipaður formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Háttsemi starfsmannsins, Skúla Þórs Gunnsteinssonar, hefur tvívegis orðið tilefni fjölmiðlaumfjöllunar, í báðum tilvikum vegna óviðeigandi ummæla í tölvupóstum sem hann sendi úr netfangi sínu í innanríkisráðuneytinu. Fyrst vegna konu sem stóð í sambúðarslitum við persónulegan vin Skúla Þórs og tveimur árum síðar um Afstöðu, hagsmunafélag fanga, og starfsmenn umboðsmanns Alþingis.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu „Afstaða og ráðuneyti dómsmála áttu mjög hreinskilið og afdráttarlaust samtal um Skúla Þór Gunnsteinsson eftir hans skelfilega særandi orð um talsmenn fanga. Í því samtali sannfærði ráðuneytisstjórinn okkur í Afstöðu um að Skúli fengi ekki að starfa við málaflokkinn að nýju,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, sem kom af fjöllum þegar blaðamaður bar undir hann skipun Skúla Þórs. Árið 2016 lét Skúli, sem þá fór með fangelsismál í innanríkisráðuneytinu, niðrandi orð falla um Afstöðu, félag fanga, í tölvupósti til skrifstofustjóra í ráðuneytinu. Formaður Afstöðu fékk afrit af póstinum af misgáningi. Í sama tölvupósti lét Skúli einnig óviðeigandi orð falla um starfsmenn umboðsmanns Alþingis en erindi tölvupóstsins var fyrirhuguð svör ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns í máli sem varðaði málefni fanga.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga.Í kjölfarið var Skúli færður af því sviði sem hann hafði starfað á í innanríkisráðuneytinu og yfir á sveitarstjórnarsvið ráðuneytisins. Eftir að innanríkisráðuneytinu var skipt upp varð Skúli starfsmaður sveitarstjórnarráðuneytisins, á skrifstofu rafrænna samskipta. Aðspurður segir Guðmundur Ingi að þrátt fyrir að Skúli Þór sé ekki beinlínis að móta stefnu í málefnum fanga lengur sé hann að skapa fordæmi fyrir lögreglu í starfi og augljóslega þannig að hafa áhrif innan réttarvörslukerfisins þar sem hann hefur þegar fyrirgert trausti sínu. „Þegar kemur að óháðum vörðum í kerfi okkar, þá ber að finna þá sem flekklausir eru,“ segir Guðmundur Ingi. Árið 2014 kvartaði kona undan Skúla Þór við innanríkisráðuneytið vegna orða sem hann lét falla um hana í tölvupósti til starfsmanns Barnaverndarstofu. Efni tölvupóstsins var sambúðarslit konunnar við persónulegan vin Skúla. Lét hann ýmis niðrandi orð falla um konuna og meinta persónubresti hennar í póstinum sem var skrifaður úr netfangi ráðuneytisins. Ráðuneytið bað konuna afsökunar. Formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu er skipaður af dómsmálaráðherra til fjögurra ára. Í desember síðastliðnum óskaði þáverandi formaður nefndarinnar, Trausti Fannar Valsson, lausnar frá formennsku, vegna anna í aðalstarfi sínu, en hann er dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði Skúla Þór formann nefndarinnar í hans stað. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins segir að ráðuneytinu sé kunnugt um framangreind atvik. „Það er mat ráðuneytisins að Skúli Þór hafi dregið lærdóm af því sem vísað er til í fyrirspurninni og það komi ekki í veg fyrir að hann taki að sér verkefni í framtíðinni.“Hlutverk nefndar um eftirlit með lögreglu: Að taka við kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans; Að taka við kvörtun vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald; Að taka til athugunar mál þegar maður lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot; Að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar nefndin telur tilefni til. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fangar vilja rannsókn í innanríkisráðuneytinu Sérfræðingur sem sinnti fangelsismálum í innanríkisráðuneytinu sendi í ógáti tölvupóst með formælingum um Umboðsmann Alþingis og um félag fanga. Var tekinn á teppið 2014. Fluttur til í starfi að þessu sinni. Biðst afsökunar en fan 14. október 2016 08:00 Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu „Þessi póstur er uppfullur af tilhæfulausum aðdróttunum í garð minn," segir kona sem lögfræðingur innanríkisráðuneytisins fjallaði um í bréfi sem hann sendi úr pósthólfi ráðuneytisins. 13. nóvember 2014 14:48 Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón Hanna Björg Margrétardóttir hefur stefnt innanríkisráðuneytinu vegna bréfs sem lögfræðingur þess skrifaði um hennar persónulegu hagi. 23. desember 2014 16:25 Embættismaður færður til í starfi vegna ummæla í garð félags fanga og starfsmanna umboðsmanns Alþingis Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. 13. október 2016 19:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Umdeildur ráðuneytisstarfsmaður hefur verið skipaður formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Háttsemi starfsmannsins, Skúla Þórs Gunnsteinssonar, hefur tvívegis orðið tilefni fjölmiðlaumfjöllunar, í báðum tilvikum vegna óviðeigandi ummæla í tölvupóstum sem hann sendi úr netfangi sínu í innanríkisráðuneytinu. Fyrst vegna konu sem stóð í sambúðarslitum við persónulegan vin Skúla Þórs og tveimur árum síðar um Afstöðu, hagsmunafélag fanga, og starfsmenn umboðsmanns Alþingis.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu „Afstaða og ráðuneyti dómsmála áttu mjög hreinskilið og afdráttarlaust samtal um Skúla Þór Gunnsteinsson eftir hans skelfilega særandi orð um talsmenn fanga. Í því samtali sannfærði ráðuneytisstjórinn okkur í Afstöðu um að Skúli fengi ekki að starfa við málaflokkinn að nýju,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, sem kom af fjöllum þegar blaðamaður bar undir hann skipun Skúla Þórs. Árið 2016 lét Skúli, sem þá fór með fangelsismál í innanríkisráðuneytinu, niðrandi orð falla um Afstöðu, félag fanga, í tölvupósti til skrifstofustjóra í ráðuneytinu. Formaður Afstöðu fékk afrit af póstinum af misgáningi. Í sama tölvupósti lét Skúli einnig óviðeigandi orð falla um starfsmenn umboðsmanns Alþingis en erindi tölvupóstsins var fyrirhuguð svör ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns í máli sem varðaði málefni fanga.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga.Í kjölfarið var Skúli færður af því sviði sem hann hafði starfað á í innanríkisráðuneytinu og yfir á sveitarstjórnarsvið ráðuneytisins. Eftir að innanríkisráðuneytinu var skipt upp varð Skúli starfsmaður sveitarstjórnarráðuneytisins, á skrifstofu rafrænna samskipta. Aðspurður segir Guðmundur Ingi að þrátt fyrir að Skúli Þór sé ekki beinlínis að móta stefnu í málefnum fanga lengur sé hann að skapa fordæmi fyrir lögreglu í starfi og augljóslega þannig að hafa áhrif innan réttarvörslukerfisins þar sem hann hefur þegar fyrirgert trausti sínu. „Þegar kemur að óháðum vörðum í kerfi okkar, þá ber að finna þá sem flekklausir eru,“ segir Guðmundur Ingi. Árið 2014 kvartaði kona undan Skúla Þór við innanríkisráðuneytið vegna orða sem hann lét falla um hana í tölvupósti til starfsmanns Barnaverndarstofu. Efni tölvupóstsins var sambúðarslit konunnar við persónulegan vin Skúla. Lét hann ýmis niðrandi orð falla um konuna og meinta persónubresti hennar í póstinum sem var skrifaður úr netfangi ráðuneytisins. Ráðuneytið bað konuna afsökunar. Formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu er skipaður af dómsmálaráðherra til fjögurra ára. Í desember síðastliðnum óskaði þáverandi formaður nefndarinnar, Trausti Fannar Valsson, lausnar frá formennsku, vegna anna í aðalstarfi sínu, en hann er dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði Skúla Þór formann nefndarinnar í hans stað. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins segir að ráðuneytinu sé kunnugt um framangreind atvik. „Það er mat ráðuneytisins að Skúli Þór hafi dregið lærdóm af því sem vísað er til í fyrirspurninni og það komi ekki í veg fyrir að hann taki að sér verkefni í framtíðinni.“Hlutverk nefndar um eftirlit með lögreglu: Að taka við kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans; Að taka við kvörtun vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald; Að taka til athugunar mál þegar maður lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot; Að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar nefndin telur tilefni til.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fangar vilja rannsókn í innanríkisráðuneytinu Sérfræðingur sem sinnti fangelsismálum í innanríkisráðuneytinu sendi í ógáti tölvupóst með formælingum um Umboðsmann Alþingis og um félag fanga. Var tekinn á teppið 2014. Fluttur til í starfi að þessu sinni. Biðst afsökunar en fan 14. október 2016 08:00 Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu „Þessi póstur er uppfullur af tilhæfulausum aðdróttunum í garð minn," segir kona sem lögfræðingur innanríkisráðuneytisins fjallaði um í bréfi sem hann sendi úr pósthólfi ráðuneytisins. 13. nóvember 2014 14:48 Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón Hanna Björg Margrétardóttir hefur stefnt innanríkisráðuneytinu vegna bréfs sem lögfræðingur þess skrifaði um hennar persónulegu hagi. 23. desember 2014 16:25 Embættismaður færður til í starfi vegna ummæla í garð félags fanga og starfsmanna umboðsmanns Alþingis Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. 13. október 2016 19:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Fangar vilja rannsókn í innanríkisráðuneytinu Sérfræðingur sem sinnti fangelsismálum í innanríkisráðuneytinu sendi í ógáti tölvupóst með formælingum um Umboðsmann Alþingis og um félag fanga. Var tekinn á teppið 2014. Fluttur til í starfi að þessu sinni. Biðst afsökunar en fan 14. október 2016 08:00
Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinu „Þessi póstur er uppfullur af tilhæfulausum aðdróttunum í garð minn," segir kona sem lögfræðingur innanríkisráðuneytisins fjallaði um í bréfi sem hann sendi úr pósthólfi ráðuneytisins. 13. nóvember 2014 14:48
Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón Hanna Björg Margrétardóttir hefur stefnt innanríkisráðuneytinu vegna bréfs sem lögfræðingur þess skrifaði um hennar persónulegu hagi. 23. desember 2014 16:25
Embættismaður færður til í starfi vegna ummæla í garð félags fanga og starfsmanna umboðsmanns Alþingis Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. 13. október 2016 19:00