Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Sighvatur Jónsson skrifar 23. apríl 2019 11:15 Landeyjahöfn er ekki nógu djúp fyrir Herjólf sem ristir 4,2 metra. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor. Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor.
Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira