Kynsvall í félagsheimilinu á sama tíma og börnin spiluðu fótbolta fyrir utan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:00 Börn í fótbolta. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Maja Hitij Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild. Fótbolti Þýskaland Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild.
Fótbolti Þýskaland Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira