840 milljónir til að stytta bið eftir mikilvægum aðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 09:53 Frá Landspítalanum við Hringbraut. Vísir/vilhelm Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með átakinu hafi tekist hafi að stytta biðtíma eftir öllum umræddum aðgerðum. Líkt og í umræddu átaksverkefni munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka að sér að sinna umtalsvert fleiri aðgerðum en þær myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Stofnanarnir þrjár hafa lagt fram áætlanir um tegundir og fjölda aðgerða sem þær munu sinna og verður framkvæmdin sem hér segir:Um 570 liðskiptaðagerðir Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 liðskiptaaðgerðir umfram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til samanburðar voru gerðar samtals 523 liðskiptaaðgerðir í biðlistaátaki síðasta árs. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Fjölgunin þessara aðgerða er fyrst og fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna 1.200 aðgerðum en 100 þeirra verða gerðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sambærilegar aðgerðir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs voru um það bil jafnmargar, eða 1.305 samtals og voru nær allar þeirra gerðar á Landspítalanum. Um 140 aðgerðir á grindarbotnslíffærum kvenna / brottnám legs Við Landspítalann verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um 80, viðbótin nemur 28 aðgerðum við Sjúkrahúsið á Akureyri og 29 við Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Brennsluaðgerðir vegna gáttatifs Landspítalinn framkvæmdi 310 hjartaþræðingar og kransæðavíkkanir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs árið 2018. Á þessu ári er ekki gert ráð fyrir slíkum aðgerðum innan átaksins, heldur er miðað við að framkvæmdar verði brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upphæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í átakinu í fyrra. Embætti landlæknis kallar þrisvar á ári eftir upplýsingum um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er heildarfjöldi á biðlista og fjöldi þeirra sem hefur beðið lengur en 3 mánuði. Síðasta samantekt er frá því í október 2018.Upplýsingar á vef Embættis landlæknis um stöðu á biðlistum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með átakinu hafi tekist hafi að stytta biðtíma eftir öllum umræddum aðgerðum. Líkt og í umræddu átaksverkefni munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka að sér að sinna umtalsvert fleiri aðgerðum en þær myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Stofnanarnir þrjár hafa lagt fram áætlanir um tegundir og fjölda aðgerða sem þær munu sinna og verður framkvæmdin sem hér segir:Um 570 liðskiptaðagerðir Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 liðskiptaaðgerðir umfram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til samanburðar voru gerðar samtals 523 liðskiptaaðgerðir í biðlistaátaki síðasta árs. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Fjölgunin þessara aðgerða er fyrst og fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna 1.200 aðgerðum en 100 þeirra verða gerðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sambærilegar aðgerðir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs voru um það bil jafnmargar, eða 1.305 samtals og voru nær allar þeirra gerðar á Landspítalanum. Um 140 aðgerðir á grindarbotnslíffærum kvenna / brottnám legs Við Landspítalann verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um 80, viðbótin nemur 28 aðgerðum við Sjúkrahúsið á Akureyri og 29 við Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Brennsluaðgerðir vegna gáttatifs Landspítalinn framkvæmdi 310 hjartaþræðingar og kransæðavíkkanir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs árið 2018. Á þessu ári er ekki gert ráð fyrir slíkum aðgerðum innan átaksins, heldur er miðað við að framkvæmdar verði brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upphæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í átakinu í fyrra. Embætti landlæknis kallar þrisvar á ári eftir upplýsingum um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er heildarfjöldi á biðlista og fjöldi þeirra sem hefur beðið lengur en 3 mánuði. Síðasta samantekt er frá því í október 2018.Upplýsingar á vef Embættis landlæknis um stöðu á biðlistum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira