Innlent

Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg

Guðni forseti með Pútín Rússlandsforseta þegar þeir hittust árið 2017.
Guðni forseti með Pútín Rússlandsforseta þegar þeir hittust árið 2017. Vísir/EPA
Tækifæri á norðurslóðum er viðfangsefni pallborðsumræðna í Pétursborg í Rússlandi þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Vladímír Pútin, forseti Rússlands, eru á meðal þátttakenda. Umræðurnar hefjast klukkan 11 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast þeim í beinni útsendingu á Vísi.

Auk þeirra Guðna og Pútín taka Sauli Niinistö, forseti Finnlands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, þátt í umræðunum. Yfirskrift umræðnanna er „Norðurslóðir: hafsjór tækifæra“.

Á morgun funda Guðni og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með Pútín forseta.

Hægt er að fylgjast með umræðunum í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×