Reynsluboltarnir fara ekki með kvennalandsliðinu til Suður-Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 13:08 Sandra María Jessen er aftur komin inn í A-landsliðið. Hér er hún á EM 2017. Getty/ Catherine Ivill Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Í beinni: Fiorentina - Empoli | Gerir Albert löndum sínum greiða? Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Sjá meira
Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Í beinni: Fiorentina - Empoli | Gerir Albert löndum sínum greiða? Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Sjá meira