Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2025 16:00 Fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði fyrstu tvö mörk FH. vísir / guðmundur FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. Algjör yfirburðir FH í fyrri hálfleik FH byrjaði leikinn af miklum krafti, stal boltanum strax af gestunum og brunaði í sókn. FH náði skoti að marki og uppskar síðan hornspyrnu, upp úr því barst boltinn til fyrirliðans Örnu Eiríksdóttur, sem stóð langt út úr sinni miðvarðarstöðu. Arna fékk boltann úti á hægri kanti og virtist vera að gefa fyrir, en það breyttist í skot sem sveif fallega í fjærhornið. Yfir markmanninn Keelan Terrell sem kom engum vörnum við. FH hélt áfram að ógna það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, hélt mun betur í boltann og skapaði sér mörg fín færi. Átti meðal annars skot í stöng og annað sem var bjargað á línu. Valgerður Ósk kom inn vegna meiðsla Írisar Unu Þórðardóttur í fyrri hálfleik. vísir / guðmundur FHL sá hins vegar lítið af boltanum og reiddi sig á skyndisóknir sem báru ekki árangur. Rétt fyrir hálfleik tvöfaldaði FH svo forystuna. Arna Eiríksdóttir var þar á ferð með sitt annað mark í leiknum, skallamark eftir hornspyrnu Birnu Kristínar Björnsdóttur. Birna Kristín sendi boltann fyrir úr hornspyrnu á Örnu sem stangaði í netið. vísir / guðmundur Snerist í seinni hálfleik Í seinni hálfleik snerist gangur leiksins algjörlega, fyrst um sinn allavega. FHL mætti með læti, mun betri aðilinn og minnkaði muninn strax á 51. mínútu. Aida Kardovic þræddi boltann þá í gegn á Hope Santaniello sem sólaði markmanninn og lagði boltann yfir línuna. FHL hélt áfram að þjarma að FH og uppskar nokkur fín færi til að jafna leikinn en tókst það ekki. Aida Kardovic, öflugasti sóknarmaður FHL, þurfti að víkja af velli vegna meiðsla.vísir / guðmundur Maya gerði út af við leikinn Á 78. mínútu vann Ingibjörg Magnúsdóttir svo boltann á vallarhelmingi FHL, kom honum fyrir á Mayu Lauren Hansen sem sólaði varnarmann og skoraði. FH þar af leiðandi með 3-1 forystu sem braut gestina algjörlega, þær náðu ekki að finna sóknartaktinn aftur sem þær höfðu sýnt og þurftu að sætta sig við tveggja marka tap. FH fagnar sigrinum í leikslok. vísir / guðmundur Atvik leiksins Mjög furðulegt mál kom upp um miðjan fyrri hálfleik. FHL ákvað þá skyndilega að gera breytingu á sínu liði. Miðjumaðurinn María Björg Fjölnisdóttir fór út og Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir kom inn. Líklega hefur María verið eitthvað tæp en það var alls ekki að sjá. Stjörnur og skúrkar Miðvörður sem skorar tvö mörk og tryggir sínu liði sigur er augljóslega maður leiksins, Arna Eiríksdóttir. Thelma Karen og Berglind Freyja voru líka mjög sprækar á sitt hvorum vængnum hjá FH. Hávaxnar og lappalangar, eiga auðvelt með að stinga varnarmenn af. Aida Kardovic var allt í öllu hjá FHL og lagði upp flott mark fyrir Hope Santaniello. Berglind Freyja átti stórfínan leik. vísir / guðmundur Thelma Karen átti auðvelt með að stinga varnarmenn af. vísir / guðmundur Dómarar Twana Khalid Ahmed var með flautuna. Daníel Ingi Þórisson og Óliver Thanh Tung Vú héldu um flöggin. Brynjar Þór Elvarsson sá fjórði. Twana tók tvær furðulegar ákvarðanir í fyrri hálfleik. Sleppti spjaldi á Berglindi Freyju, sem var með löppina hátt á lofti og hitti markmanninn eftir að hún hafði handsamað boltann. Svo ákvað Twana að láta leikinn halda áfram þegar Margrét Brynja lenti í harkalegu samstuði og glímdi við höfuðmeiðsli. Að öðru leiti vel haldið utan um hlutina. Stemning og umgjörð Langt því frá full stúka, stemningin nokkuð góð hjá heimafólkinu. Taktfastar trommur en engir stuðningssöngvar. Stemningin í stúkunni.vísir / guðmundur Viðtöl „Spilaði okkur sundur saman í fyrri hálfleik“ Björgvin Karl segir FHL verða að gera betur. Tap hefur verið niðurstaðan í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. „Það er gríðarlega mikilvægt upp á andlegu hliðina að ná í sigur og við þurfum að gera það sem fyrst“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL eftir leikinn í dag. „Við mættum bara ekki til leiks í byrjun og fáum á okkur mark nánast á fyrstu mínútu. Áttum undir högg að sækja lengi vel í fyrri hálfleik en löguðum aðeins til hjá okkur í seinni hálfleik og komumst aðeins inn í leikinn en það var bara ekki nóg, við hefðum þurft að gera töluvert betur í dag, á öllum sviðum leiksins og á móti góðu FH liði sem spilaði okkur sundur saman í fyrri hálfleik.“ Það voru jákvæð merki á lofti í seinni hálfleik, frammistaðan mun betri en í fyrri hálfleik og þið náið fyrsta markinu ykkar í deildinni. „Við fáum hálfsénsa eða góða sénsa til að koma okkur í færi en klikkum á sendingum og litlum hlutum. Erum ekki að vinna nógu marga fyrsta bolta eða hvað þá annan bolta þannig við þurfum að gera miklu betur.“ Aida Kardovic hafði verið besti leikmaður FHL í leiknum þegar hún neyddist af velli vegna meiðsla en Björgvin taldi meiðslin ekki vera alvarleg. ,,Þetta er líklega bara högg og væntanlega krampi og eitthvað bland í poka.’’ FHL hefur tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins en náði inn sínu fyrsta marki í dag. Björgvin segir liðið verða að gera betur. „Það er bara beint á æfingasvæðið og halda áfram að æfa og verða betri og gera hlutina betur“ sagði Björgvin að lokum. Besta deild kvenna FH FHL
FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. Algjör yfirburðir FH í fyrri hálfleik FH byrjaði leikinn af miklum krafti, stal boltanum strax af gestunum og brunaði í sókn. FH náði skoti að marki og uppskar síðan hornspyrnu, upp úr því barst boltinn til fyrirliðans Örnu Eiríksdóttur, sem stóð langt út úr sinni miðvarðarstöðu. Arna fékk boltann úti á hægri kanti og virtist vera að gefa fyrir, en það breyttist í skot sem sveif fallega í fjærhornið. Yfir markmanninn Keelan Terrell sem kom engum vörnum við. FH hélt áfram að ógna það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, hélt mun betur í boltann og skapaði sér mörg fín færi. Átti meðal annars skot í stöng og annað sem var bjargað á línu. Valgerður Ósk kom inn vegna meiðsla Írisar Unu Þórðardóttur í fyrri hálfleik. vísir / guðmundur FHL sá hins vegar lítið af boltanum og reiddi sig á skyndisóknir sem báru ekki árangur. Rétt fyrir hálfleik tvöfaldaði FH svo forystuna. Arna Eiríksdóttir var þar á ferð með sitt annað mark í leiknum, skallamark eftir hornspyrnu Birnu Kristínar Björnsdóttur. Birna Kristín sendi boltann fyrir úr hornspyrnu á Örnu sem stangaði í netið. vísir / guðmundur Snerist í seinni hálfleik Í seinni hálfleik snerist gangur leiksins algjörlega, fyrst um sinn allavega. FHL mætti með læti, mun betri aðilinn og minnkaði muninn strax á 51. mínútu. Aida Kardovic þræddi boltann þá í gegn á Hope Santaniello sem sólaði markmanninn og lagði boltann yfir línuna. FHL hélt áfram að þjarma að FH og uppskar nokkur fín færi til að jafna leikinn en tókst það ekki. Aida Kardovic, öflugasti sóknarmaður FHL, þurfti að víkja af velli vegna meiðsla.vísir / guðmundur Maya gerði út af við leikinn Á 78. mínútu vann Ingibjörg Magnúsdóttir svo boltann á vallarhelmingi FHL, kom honum fyrir á Mayu Lauren Hansen sem sólaði varnarmann og skoraði. FH þar af leiðandi með 3-1 forystu sem braut gestina algjörlega, þær náðu ekki að finna sóknartaktinn aftur sem þær höfðu sýnt og þurftu að sætta sig við tveggja marka tap. FH fagnar sigrinum í leikslok. vísir / guðmundur Atvik leiksins Mjög furðulegt mál kom upp um miðjan fyrri hálfleik. FHL ákvað þá skyndilega að gera breytingu á sínu liði. Miðjumaðurinn María Björg Fjölnisdóttir fór út og Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir kom inn. Líklega hefur María verið eitthvað tæp en það var alls ekki að sjá. Stjörnur og skúrkar Miðvörður sem skorar tvö mörk og tryggir sínu liði sigur er augljóslega maður leiksins, Arna Eiríksdóttir. Thelma Karen og Berglind Freyja voru líka mjög sprækar á sitt hvorum vængnum hjá FH. Hávaxnar og lappalangar, eiga auðvelt með að stinga varnarmenn af. Aida Kardovic var allt í öllu hjá FHL og lagði upp flott mark fyrir Hope Santaniello. Berglind Freyja átti stórfínan leik. vísir / guðmundur Thelma Karen átti auðvelt með að stinga varnarmenn af. vísir / guðmundur Dómarar Twana Khalid Ahmed var með flautuna. Daníel Ingi Þórisson og Óliver Thanh Tung Vú héldu um flöggin. Brynjar Þór Elvarsson sá fjórði. Twana tók tvær furðulegar ákvarðanir í fyrri hálfleik. Sleppti spjaldi á Berglindi Freyju, sem var með löppina hátt á lofti og hitti markmanninn eftir að hún hafði handsamað boltann. Svo ákvað Twana að láta leikinn halda áfram þegar Margrét Brynja lenti í harkalegu samstuði og glímdi við höfuðmeiðsli. Að öðru leiti vel haldið utan um hlutina. Stemning og umgjörð Langt því frá full stúka, stemningin nokkuð góð hjá heimafólkinu. Taktfastar trommur en engir stuðningssöngvar. Stemningin í stúkunni.vísir / guðmundur Viðtöl „Spilaði okkur sundur saman í fyrri hálfleik“ Björgvin Karl segir FHL verða að gera betur. Tap hefur verið niðurstaðan í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. „Það er gríðarlega mikilvægt upp á andlegu hliðina að ná í sigur og við þurfum að gera það sem fyrst“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL eftir leikinn í dag. „Við mættum bara ekki til leiks í byrjun og fáum á okkur mark nánast á fyrstu mínútu. Áttum undir högg að sækja lengi vel í fyrri hálfleik en löguðum aðeins til hjá okkur í seinni hálfleik og komumst aðeins inn í leikinn en það var bara ekki nóg, við hefðum þurft að gera töluvert betur í dag, á öllum sviðum leiksins og á móti góðu FH liði sem spilaði okkur sundur saman í fyrri hálfleik.“ Það voru jákvæð merki á lofti í seinni hálfleik, frammistaðan mun betri en í fyrri hálfleik og þið náið fyrsta markinu ykkar í deildinni. „Við fáum hálfsénsa eða góða sénsa til að koma okkur í færi en klikkum á sendingum og litlum hlutum. Erum ekki að vinna nógu marga fyrsta bolta eða hvað þá annan bolta þannig við þurfum að gera miklu betur.“ Aida Kardovic hafði verið besti leikmaður FHL í leiknum þegar hún neyddist af velli vegna meiðsla en Björgvin taldi meiðslin ekki vera alvarleg. ,,Þetta er líklega bara högg og væntanlega krampi og eitthvað bland í poka.’’ FHL hefur tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins en náði inn sínu fyrsta marki í dag. Björgvin segir liðið verða að gera betur. „Það er bara beint á æfingasvæðið og halda áfram að æfa og verða betri og gera hlutina betur“ sagði Björgvin að lokum.