Messi búinn að jafna sig eftir HM og gefur aftur kost á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 08:30 Lionel Messi umkringdur íslenskum landsliðsmönnum í leik á móti Íslandi á HM í Rússlandi 2018. Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason reyna hér að stoppa hann. Getty/The Asahi Shimbun Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira