Innlent

Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja

Birgir Olgeirsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Þórshöfn aðfaranótt laugardags.
Atvikið átti sér stað í Þórshöfn aðfaranótt laugardags. Vísir/getty
Lögreglumaður frá Sauðárkróki hefur verið dæmdur til 50 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og þriggja ára ferðabanns til Færeyja eftir að hafa ráðist á annan Íslending í Þórshöfn aðfaranótt laugardags.

Fyrst var greint frá málinu á vef DV en Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að lögreglumaðurinn hafi óskað eftir að láta af störfum eftir að hafa hlotið dóminn síðastliðið laugardagskvöld.

Var um að ræða starfsmannaferð lögreglunnar á Norðurlandi vestra til Þórshafnar. Íslendingurinn sem varð fyrir árásinni var þó ekki hluti af þeirri ferð en kom til Færeyja á sama tíma og lögreglumennirnir.

Stefán segir í samtali við Vísi að hann viti ekki alla málavexti málsins sem var rannsakað af lögreglunni í Þórshöfn og geti því lítið tjáð sig um efnisatriði þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×