Innlent

Alvarlegt umferðarslys tveggja bíla á Suðurlandsvegi: Búið að opna Suðurlandsveg

Andri Eysteinsson skrifar
Mikill fjöldi viðbragðsaðila var sendur á vettvang. Mynd frá aðgerðum Lögreglu síðasta sumar vegna hlaupsins í Skaftá.
Mikill fjöldi viðbragðsaðila var sendur á vettvang. Mynd frá aðgerðum Lögreglu síðasta sumar vegna hlaupsins í Skaftá. Vísir/JóiK
Uppfært 22:00

Suðurlandsvegur hefur verið opnaður að nýju.

Lögreglan segir þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa lent á vettvangi um klukkan sjö og verið sé að vinna að því að koma slösuðum um borð. Það muni þó taka nokkurn tíma vegna áverka hinna slösuðu.

Árekstur tveggja bíla varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Hjörleifshöfða rétt í þessu.

Að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi er mikill fjöldi viðbragðsaðila á vettvangi, ljóst er að talsverð slys eru á fólki. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fjórir slasaðir.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir í samtali við fréttastofu að Lögreglan hafi óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja slasaða af vettvangi.

Vegna slyssins hefur Vegagerðin lokað Suðurlandsvegi um Mýrdalssand og Eldhraun.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×