Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2019 14:15 Margir eru ósáttir við ummæli hins geðþekka tónlistarmanns Páls Óskars. Fréttablaðið/Anton Brink Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig „í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. Ummælin eru harðlega gagnrýnd og Páll Óskar sakaður um gyðingahatur og kynþáttafordóma. Ummælin lét Páll Óskar falla í Lestinni á Rás 1 í gær þar sem umræðuefnið var hvort rétt væri að Ísland myndi sniðganga Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva, sem haldin verður í Tel Aviv í Ísrael í maí. Vel á þriðja tug þúsunda undirskrifta hafa safnast til stuðnings þess að RÚV afþakki þátttöku í keppninni, vegna framgöngu Ísrals í átökunum við Palestínu. Ísland mun engu að síður taka þátt.Sjá einnig: Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um EurovisionUmræðan um sniðgöngu hefur þó ekki verið jafn mikil annars staðar í Evrópu og í Lestinni sagði Páll Óskar ástæðuna vera þá að gyðingar séu víða um Evrópu og umræðunni yrði ekki vel tekið.„Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi,“ sagði Páll Óskar.Gyðingar hefðu að hans mati ekki lært af sögunni.„Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.“Gísli Freyr Valdórsson er meðal þeirra sem leggja orð í belg.Fréttablaðið/Ernir„Hvað áttu gyðingar að „læra“?“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð, ekki síst sú síðari og hefur Páll Óskar meðal annars verið gagnrýndur fyrir að setja alla gyðinga undir sama hatt, vegna framferðis Ísraela í átökunum við Palestínu, og bent á að jafn vel þótt að mönnum blöski framganga yfirvalda í Ísrael þýði það ekki að allir gyðingar styðji Ísrael gegn Palestínu né kvitti upp á aðferðir yfirvalda og hersins í átökunum. „Hjálpar nákvæmlega ekkert að tengja svona svæsinn antísemítisma við harða afstöðu gegn viðbjóðnum sem Ísraelsríki stendur fyrir. Gagnrýninni snúið upp í algjöra andhverfu sem þjónar einmitt sjúkri orðræðu ísraelskra yfirvalda,“ skrifar Iris Edda Nowenstein á Twitter.Úfffff vona svo að þetta hafi verið rangt haft eftir. Hjálpar nákvæmlega ekkert að tengja svona svæsinn antísemítisma við harða afstöðu gegn viðbjóðnum sem Ísraelsríki stendur fyrir. Gagnrýninni snúið upp í algjöra andhverfu sem þjónar einmitt sjúkri orðræðu ísraelskra yfirvalda. https://t.co/CUvAD1ScjX — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) February 5, 2019 Þá velta ýmsir fyrir sér hvað nákvæmlega það hafi verið sem gyðingar hafi átt að læra af Helförinni þar sem um sex milljónir gyðinga voru myrtir á kerfisbundinn hátt af Nasistum í Þýskalandi og víðar í Seinni heimsstyrjöldinni. „Ég hef alltaf verið mikill áðdáandi Páls Óskars sem tónlistarmanns. Ekki vissi ég þó að hann væri fullur af gyðingahatri. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni," segir hann m.a. í þessu undarlega viðtali. Hvað áttu gyðingar að „læra“?“ skrifar Gísli Freyr Valdórsson á Twitter.Ég hef alltaf verið mikill áðdáandi Páls Óskars sem tónlistarmanns. Ekki vissi ég þó að hann væri fullur af gyðingahatri. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni," segir hann m.a. í þessu undarlega viðtali. Hvað áttu gyðingar að „læra"?https://t.co/DvtVSUH87X — Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) February 5, 2019Segir ummælin skaðlegri en 400 viðtöl við þjóðernissina í Paradísarheimt Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl skrifar einnig um ummæli Páls Óskars á Facebook. Þar segir hann að það sé til marks um líflegt og réttlátt samfélag að umræða fari fram um hvort rétt sé að sniðganga Eurovision, að fara í svokallað „menningarlegt viðskiptabann“ til þess að mótmæla framferði Ísraels í garð Palestínu. Umræðan sé hins vegar á villigötum þegar alhæft sé um gyðinga og segir Eiríkur Örn að orð Páls Óskars geti reynst mjög skaðleg. „Orð Páls Óskars sem vitnað er til hér að ofan eru miklu meira normalíserandi fyrir gyðingahatur og rasisma í Evrópu en 400 white trash Gísla á Uppsölum fríksjó viðtöl í „mannlífsþætti“ Jóns Ársæls, sem allir ofönduðu yfir í gær,“ skrifar Eiríkur Örn og vitnar þar í umdeilt viðtal Jóns Ársæls Þórðarsonar við þjóðernissinnan Sigríði Bryndísi Baldvinsdóttur.Eiríkur Örn Norðdahl leggur einnig orð í belg.Fréttablaðið/Hari„Gyðingar eru ekki nasistar og helförin var ekki kennslustund sem Gyðingar sváfu af sér. Það er tæpur mannsaldur frá því að arískir evrópumenn, einsog við Palli, gerðu raunverulega og skipulagða tilraun til þess að útrýma Gyðingum í til þess gerðum verksmiðjum. Og það tókst, að mjög miklu leyti,“ skrifar Eiríkur Örn.Hægt sé að berjast gegn framferði Ísraels á hernumdum svæðum Palestínumanna án þess að alhæfa um gyðinga.„Það á að vera hægt að debatera menningarleg viðskiptabönn á Ísrael og berjast gegn mannréttindabrotum ógnarstjórnarinnar á hernumdu svæðunum án þess taka upp 80 ára gamlar klisjur, án þess að detta í þessar gildrur, án þess að kenna „Gyðingum“ um að hafa ekkert lært af helförinni. Það er nefnilega ekki tragedía að „Gyðingar“ hafi ekki lært af henni heldur að við hin skulum ekki skammast okkar, að við skulum ekki hafa lært,“ skrifar Eiríkur Örn.Sem fyrr segir hafa ummælin vakið nokkurra undrun og furð á samfélagsmiðlum en hér að neðan má sjá brot af umræðunni um ummælin.Nú er ég síður en svo aðdáandi ísraelskra stjórnvalda og skil ef fólk vill sniðganga Eurovision. Þetta eru aftur á móti einstaklega ósmekkleg ummæli sem hjálpa engum. pic.twitter.com/Q0ZhEqWOBN— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 5, 2019 Ég er mjög mikið á móti Eurovision þáttökunni í ár en?? Ég er ekki það mikið á móti henni að ég fer að tala um Helförina sem eitthvað sem gyðingar ættu að læra af??— Hávær Hóra (@thvengur) February 5, 2019 Páll Óskar ekkert að fela gyðingaandúðina sína. Það þarf ekki að googla nema "anti semtism europe" til að lesa fréttir af því hvernig Evrópa er að tæmast af Gyðingum, en er ekki stjórnað af þeim, eins og Páll Óskar ýjar að. https://t.co/1qJvIGO1aU— Agnar Tómas Möller (@atmoller) February 4, 2019 Þetta er grímulaust kynþáttahatur ef rétt er haft eftir Páli Óskari.— Thordur Palsson (@PalssonThordur) February 4, 2019 Eurovision Ísrael Palestína Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58 Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Formaður Eflingar er óánægður með að RÚV ætli að senda keppendur til Tel Aviv. 3. febrúar 2019 14:29 Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig „í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. Ummælin eru harðlega gagnrýnd og Páll Óskar sakaður um gyðingahatur og kynþáttafordóma. Ummælin lét Páll Óskar falla í Lestinni á Rás 1 í gær þar sem umræðuefnið var hvort rétt væri að Ísland myndi sniðganga Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva, sem haldin verður í Tel Aviv í Ísrael í maí. Vel á þriðja tug þúsunda undirskrifta hafa safnast til stuðnings þess að RÚV afþakki þátttöku í keppninni, vegna framgöngu Ísrals í átökunum við Palestínu. Ísland mun engu að síður taka þátt.Sjá einnig: Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um EurovisionUmræðan um sniðgöngu hefur þó ekki verið jafn mikil annars staðar í Evrópu og í Lestinni sagði Páll Óskar ástæðuna vera þá að gyðingar séu víða um Evrópu og umræðunni yrði ekki vel tekið.„Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi,“ sagði Páll Óskar.Gyðingar hefðu að hans mati ekki lært af sögunni.„Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.“Gísli Freyr Valdórsson er meðal þeirra sem leggja orð í belg.Fréttablaðið/Ernir„Hvað áttu gyðingar að „læra“?“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð, ekki síst sú síðari og hefur Páll Óskar meðal annars verið gagnrýndur fyrir að setja alla gyðinga undir sama hatt, vegna framferðis Ísraela í átökunum við Palestínu, og bent á að jafn vel þótt að mönnum blöski framganga yfirvalda í Ísrael þýði það ekki að allir gyðingar styðji Ísrael gegn Palestínu né kvitti upp á aðferðir yfirvalda og hersins í átökunum. „Hjálpar nákvæmlega ekkert að tengja svona svæsinn antísemítisma við harða afstöðu gegn viðbjóðnum sem Ísraelsríki stendur fyrir. Gagnrýninni snúið upp í algjöra andhverfu sem þjónar einmitt sjúkri orðræðu ísraelskra yfirvalda,“ skrifar Iris Edda Nowenstein á Twitter.Úfffff vona svo að þetta hafi verið rangt haft eftir. Hjálpar nákvæmlega ekkert að tengja svona svæsinn antísemítisma við harða afstöðu gegn viðbjóðnum sem Ísraelsríki stendur fyrir. Gagnrýninni snúið upp í algjöra andhverfu sem þjónar einmitt sjúkri orðræðu ísraelskra yfirvalda. https://t.co/CUvAD1ScjX — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) February 5, 2019 Þá velta ýmsir fyrir sér hvað nákvæmlega það hafi verið sem gyðingar hafi átt að læra af Helförinni þar sem um sex milljónir gyðinga voru myrtir á kerfisbundinn hátt af Nasistum í Þýskalandi og víðar í Seinni heimsstyrjöldinni. „Ég hef alltaf verið mikill áðdáandi Páls Óskars sem tónlistarmanns. Ekki vissi ég þó að hann væri fullur af gyðingahatri. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni," segir hann m.a. í þessu undarlega viðtali. Hvað áttu gyðingar að „læra“?“ skrifar Gísli Freyr Valdórsson á Twitter.Ég hef alltaf verið mikill áðdáandi Páls Óskars sem tónlistarmanns. Ekki vissi ég þó að hann væri fullur af gyðingahatri. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni," segir hann m.a. í þessu undarlega viðtali. Hvað áttu gyðingar að „læra"?https://t.co/DvtVSUH87X — Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) February 5, 2019Segir ummælin skaðlegri en 400 viðtöl við þjóðernissina í Paradísarheimt Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl skrifar einnig um ummæli Páls Óskars á Facebook. Þar segir hann að það sé til marks um líflegt og réttlátt samfélag að umræða fari fram um hvort rétt sé að sniðganga Eurovision, að fara í svokallað „menningarlegt viðskiptabann“ til þess að mótmæla framferði Ísraels í garð Palestínu. Umræðan sé hins vegar á villigötum þegar alhæft sé um gyðinga og segir Eiríkur Örn að orð Páls Óskars geti reynst mjög skaðleg. „Orð Páls Óskars sem vitnað er til hér að ofan eru miklu meira normalíserandi fyrir gyðingahatur og rasisma í Evrópu en 400 white trash Gísla á Uppsölum fríksjó viðtöl í „mannlífsþætti“ Jóns Ársæls, sem allir ofönduðu yfir í gær,“ skrifar Eiríkur Örn og vitnar þar í umdeilt viðtal Jóns Ársæls Þórðarsonar við þjóðernissinnan Sigríði Bryndísi Baldvinsdóttur.Eiríkur Örn Norðdahl leggur einnig orð í belg.Fréttablaðið/Hari„Gyðingar eru ekki nasistar og helförin var ekki kennslustund sem Gyðingar sváfu af sér. Það er tæpur mannsaldur frá því að arískir evrópumenn, einsog við Palli, gerðu raunverulega og skipulagða tilraun til þess að útrýma Gyðingum í til þess gerðum verksmiðjum. Og það tókst, að mjög miklu leyti,“ skrifar Eiríkur Örn.Hægt sé að berjast gegn framferði Ísraels á hernumdum svæðum Palestínumanna án þess að alhæfa um gyðinga.„Það á að vera hægt að debatera menningarleg viðskiptabönn á Ísrael og berjast gegn mannréttindabrotum ógnarstjórnarinnar á hernumdu svæðunum án þess taka upp 80 ára gamlar klisjur, án þess að detta í þessar gildrur, án þess að kenna „Gyðingum“ um að hafa ekkert lært af helförinni. Það er nefnilega ekki tragedía að „Gyðingar“ hafi ekki lært af henni heldur að við hin skulum ekki skammast okkar, að við skulum ekki hafa lært,“ skrifar Eiríkur Örn.Sem fyrr segir hafa ummælin vakið nokkurra undrun og furð á samfélagsmiðlum en hér að neðan má sjá brot af umræðunni um ummælin.Nú er ég síður en svo aðdáandi ísraelskra stjórnvalda og skil ef fólk vill sniðganga Eurovision. Þetta eru aftur á móti einstaklega ósmekkleg ummæli sem hjálpa engum. pic.twitter.com/Q0ZhEqWOBN— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 5, 2019 Ég er mjög mikið á móti Eurovision þáttökunni í ár en?? Ég er ekki það mikið á móti henni að ég fer að tala um Helförina sem eitthvað sem gyðingar ættu að læra af??— Hávær Hóra (@thvengur) February 5, 2019 Páll Óskar ekkert að fela gyðingaandúðina sína. Það þarf ekki að googla nema "anti semtism europe" til að lesa fréttir af því hvernig Evrópa er að tæmast af Gyðingum, en er ekki stjórnað af þeim, eins og Páll Óskar ýjar að. https://t.co/1qJvIGO1aU— Agnar Tómas Möller (@atmoller) February 4, 2019 Þetta er grímulaust kynþáttahatur ef rétt er haft eftir Páli Óskari.— Thordur Palsson (@PalssonThordur) February 4, 2019
Eurovision Ísrael Palestína Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58 Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Formaður Eflingar er óánægður með að RÚV ætli að senda keppendur til Tel Aviv. 3. febrúar 2019 14:29 Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58
Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Formaður Eflingar er óánægður með að RÚV ætli að senda keppendur til Tel Aviv. 3. febrúar 2019 14:29
Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28