Ríkisendurskoðun bauðst til að slá á óréttmætar ásakanir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2019 06:00 Íslandspóstur hefur meðal annars hlotið gagnrýni fyrir framgöngu á samkeppnismarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ríkisendurskoðun bauð Íslandspósti ohf. (ÍSP) að fyrra bragði að vinna stjórnsýsluúttekt á fyrirtækinu meðal annars til að slá á óréttmætar ásakanir. Afrit af erindum sem ríkisendurskoðandi hefur sent ÍSP í gegnum tíðina fást ekki afhent þar sem þau eru nú meðal gagna við vinnu skýrslu um félagið. Um miðjan síðasta mánuð sendi fjárlaganefnd Alþingis ríkisendurskoðanda beiðni um að unnin yrði stjórnsýsluúttekt á ÍSP. Meðal þess sem beðið var um að skoðað yrði er hvort aðgreining einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið fullnægjandi og hvort skýringar fyrirtækisins á fjárhagsvanda þess séu fullnægjandi. Alþingi samþykkti fyrir jól heimild til að lána ÍSP allt að milljarð króna til að mæta lausafjárskorti fyrirtækisins. Lánveitingin er bundin skilyrðum og þarf fjárlaganefnd að gefa grænt ljós á lánið áður en það er leyst út. Vonir þingmanna standa til að skýrslan liggi fyrir í vor. Áður en beiðnin var samþykkt var til umræðu hvort ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins þar sem stofnunin endurskoðar reikninga fyrirtækisins. Á fundi stjórnar ÍSP í febrúar 2017 komu Sveinn Arason, þáverandi ríkisendurskoðandi, og Óskar Sverrisson, starfsmaður stofnunarinnar, á fundinn til að ræða ársreikning ÍSP fyrir árið 2016. Þá lýsti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, áhyggjum sínum og framkvæmdastjórnar yfir því að ráðamenn átti sig ekki á alvarleika í rekstrarstöðu ÍSP. „Með viðvarandi taprekstri væri hætta á að stjórnendur gerist sekir um vanrækslu í starfi í ljósi dóms í Milestone máli þar sem stjórnendur töldust ekki hafa sinnt hagsmunagæslu fyrir fleiri hagsmunaaðila en eigendur, og einkum lánardrottna,“ er haft eftir Ingimundi. Af fundargerðum stjórnar má ráða að ÍSP skuldi Landsbanka Íslands, sem er nærri alfarið í eigu ríkisins, hátt í tvo milljarða króna. „Ríkisendurskoðun sagðist geta beitt stjórnsýsluendurskoðun til að skýra rekstrarumhverfi ÍSP á hlutlausan hátt og slá á óréttmætar ásakanir,“ er haft eftir Sveini og Óskari. Stjórnin svaraði með því að segja að ekki væri tilefni til slíks „heldur frekar tilefni til aðgerða gegn stjórnsýslunni“. Fréttablaðið beindi tvíþættri fyrirspurn til ríkisendurskoðanda. Fyrri liðurinn sneri að því að fá afrit af erindum sem stofnunin hefur sent ÍSP með athugasemdum vegna fjárfestinga í dótturfélögum. Svarið var á þá leið að ekki væri unnt að afhenda gögnin þar sem þau væru nú meðal vinnugagna úttektarinnar. Sambærileg fyrirspurn var send ÍSP en svarið þar var að allar athugasemdir hefðu verið munnlegar. Síðari spurningin var hvort fyrrgreind orð gæfu tilefni til að efast um hæfi stofnunarinnar til að vinna úttektina. Svarið var að ekki væri hægt að tjá sig um einstök atriði sem kunna að koma til meðferðar. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Ríkisendurskoðun bauð Íslandspósti ohf. (ÍSP) að fyrra bragði að vinna stjórnsýsluúttekt á fyrirtækinu meðal annars til að slá á óréttmætar ásakanir. Afrit af erindum sem ríkisendurskoðandi hefur sent ÍSP í gegnum tíðina fást ekki afhent þar sem þau eru nú meðal gagna við vinnu skýrslu um félagið. Um miðjan síðasta mánuð sendi fjárlaganefnd Alþingis ríkisendurskoðanda beiðni um að unnin yrði stjórnsýsluúttekt á ÍSP. Meðal þess sem beðið var um að skoðað yrði er hvort aðgreining einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið fullnægjandi og hvort skýringar fyrirtækisins á fjárhagsvanda þess séu fullnægjandi. Alþingi samþykkti fyrir jól heimild til að lána ÍSP allt að milljarð króna til að mæta lausafjárskorti fyrirtækisins. Lánveitingin er bundin skilyrðum og þarf fjárlaganefnd að gefa grænt ljós á lánið áður en það er leyst út. Vonir þingmanna standa til að skýrslan liggi fyrir í vor. Áður en beiðnin var samþykkt var til umræðu hvort ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins þar sem stofnunin endurskoðar reikninga fyrirtækisins. Á fundi stjórnar ÍSP í febrúar 2017 komu Sveinn Arason, þáverandi ríkisendurskoðandi, og Óskar Sverrisson, starfsmaður stofnunarinnar, á fundinn til að ræða ársreikning ÍSP fyrir árið 2016. Þá lýsti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, áhyggjum sínum og framkvæmdastjórnar yfir því að ráðamenn átti sig ekki á alvarleika í rekstrarstöðu ÍSP. „Með viðvarandi taprekstri væri hætta á að stjórnendur gerist sekir um vanrækslu í starfi í ljósi dóms í Milestone máli þar sem stjórnendur töldust ekki hafa sinnt hagsmunagæslu fyrir fleiri hagsmunaaðila en eigendur, og einkum lánardrottna,“ er haft eftir Ingimundi. Af fundargerðum stjórnar má ráða að ÍSP skuldi Landsbanka Íslands, sem er nærri alfarið í eigu ríkisins, hátt í tvo milljarða króna. „Ríkisendurskoðun sagðist geta beitt stjórnsýsluendurskoðun til að skýra rekstrarumhverfi ÍSP á hlutlausan hátt og slá á óréttmætar ásakanir,“ er haft eftir Sveini og Óskari. Stjórnin svaraði með því að segja að ekki væri tilefni til slíks „heldur frekar tilefni til aðgerða gegn stjórnsýslunni“. Fréttablaðið beindi tvíþættri fyrirspurn til ríkisendurskoðanda. Fyrri liðurinn sneri að því að fá afrit af erindum sem stofnunin hefur sent ÍSP með athugasemdum vegna fjárfestinga í dótturfélögum. Svarið var á þá leið að ekki væri unnt að afhenda gögnin þar sem þau væru nú meðal vinnugagna úttektarinnar. Sambærileg fyrirspurn var send ÍSP en svarið þar var að allar athugasemdir hefðu verið munnlegar. Síðari spurningin var hvort fyrrgreind orð gæfu tilefni til að efast um hæfi stofnunarinnar til að vinna úttektina. Svarið var að ekki væri hægt að tjá sig um einstök atriði sem kunna að koma til meðferðar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00
Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent