Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 09:30 Bræðurnir Einar (t.v.) og Ágúst Arnar Ágústsson stofnuðu Zuism árið 2013. Þeir hafa verið þekktir sem Kickstarter-bræður í fjölmiðlum. Vísir Innanríkisráðuneytið hafnaði umsókn um að Zuism hlyti skráningu sem trúfélag í tvígang áður en hún var loks samþykkt í byrjun árs 2013. Ástæðan var meðal annars sú að félagafjöldi var langt undir viðmiðum og vafi þótti leika á kennisetningum félagsins og trúariðkun. Eftir að félagið fékk skráninguna samþykkta voru félagar mun færri en krafa var gerð um til þess að það fengi stöðu trúfélags. Zuism vakti mikla athygli þegar þáverandi forráðamenn félagsins boðuðu endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna sinna árið 2015. Í kjölfarið brutust út deilur um yfirráð í félaginu á milli upphaflegs stofnanda og hóps sem vildi taka það yfir til að mótmæla lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga. Óvissa ríkir um hver fer nú með völd í félaginu. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður félagsins og einn upphaflegra stofnenda, tilkynnti að hann væri hættur á mánudag í síðustu viku. Í yfirlýsingu var því haldið fram að ný stjórn hefði verið kjörin á aðalfundi í september og hún hafi tekið við í september. Engu að síður hefur engin tilkynning um breytingar á stöðu forstöðumanns eða stjórn félagsins verið tilkynnt sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem sér um eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum. Ekki var upplýst í yfirlýsingu Zuism hverjir skipuðu nýju stjórnina. Vísir hefur hvorki náð tali af Ágústi Arnari né öðrum forsvarsmönnum Zuism þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir undanfarna mánuði. Í síðustu ársskýrslu sem Zuism skilaði fyrir árið 2017 voru Einar Ágústsson, bróðir Ágústs Arnars, og Sóley Rut Magnúsdóttir, maki hans, skráð í stjórn. Einar hlaut þungan dóm fyrir fjársvik í Landsrétti í vetur. Saman hafa þeir Einar og Ágúst Arnar verið þekktir sem Kickstarter-bræður vegna safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einni þeirri var lokað í tengslum við rannsókn löggæsluyfirvalda. Gunnar Egill Egilsson, lögmaður, hefur rekið mál fyrir Zuism gegn ríkinu vegna dráttarvaxta á sóknargjöldum og skaðabóta og varði Einar í fjársvikamálinu sem hann var dæmdur í. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis sagðist Gunnar Egill ekki hafa vitneskju um hver væri í forsvari fyrir Zuism. Mál Zuism gegn ríkinu var síðast tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar, eftir að ný stjórn á að hafa tekið við. Hér eftir fer saga þess hvernig umsókn upphaflegra stofnenda Zuism um stöðu trúfélags var samþykkt eins og hún birtist í umsóknum stofnenda félagsins og samskiptum innanríkisráðuneytisins og álitsnefndar um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga frá því um vorið 2012 til ársbyrjunar 2013 sem Vísir hefur fengið afrit af. Ágúst Arnar var einn þriggja upphaflegra stjórnarmanna Zuism. Hann hefur stýrt félaginu síðustu ár en tilkynnti skyndilega að hann væri hættur í síðustu viku. Engin svör hafa fengist um hverjir skipa nýja stjórn.Skjáskot/Trinty Hafnað í tvígang Umsókn um að Zuism yrði formlega skráð sem trúfélag var fyrst send innanríkisráðuneytinu í mars árið 2012. Í henni var gerð grein fyrir kenningum félagsins, stjórn og lögum. Það var sagt byggt á fornum trúarbrögðum Súmera og fullyrt var að Zuism á Íslandi tengdist móðurkirkju Zuism í Delaware-ríki í Bandaríkjunum. Ólafur Helgi Þorgrímsson sendi umsóknina sem forstöðumaður félagsins en bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson voru titlaðir stjórnarmenn. Gögn sýna að Ólafur Helgi óskaði eftir að vera afskráður sem forstöðumaður Zuism í febrúar árið 2014. Ólafur Helgi vildi ekki tjá sig um félagið þegar Vísir leitaði eftir því fyrr í vetur en sagðist ekki tengjast félaginu lengur. Álitsnefndin gaf ráðuneytinu umsögn í byrjun apríl sama ár. Þar kom fram að aðeins væru fjórir fullorðnir félagar skráðir auk eins barns. „Er það langt fyrir neðan þau viðmiðunarmörk um lágmarksfjölda félaga, sem nefndin hefur fylgt í vinnulagsreglum sínum allt frá því að hún tók til starfa,“ segir í umsögn álitsnefndarinnar. Hún taldi heldur ekki sýnt fram á að félagið hefði náð fótfestu, hverjar trúarkenningar þess væru eða hvernig það hygðist iðka trú sína. Mælti nefndin því með því að umsókninni yrði hafnað. Fór ráðuneytið að þeim ráðleggingum og hafnaði umsókninni með bréfi sendu 10. apríl. Zúistar voru þó ekki af baki dottnir. Ólafur Helgi sendi það sem hann sagði uppfærð gögn um félagið í lok apríl. Þau gögn sem Vísir fékk frá ráðuneytinu voru þó aðeins þau sömu og fylgdu upphaflegu umsókninni. Af annarri umsögn álitsnefndarinnar frá því í september má ráða að í uppfærðu gögnunum hafi verið lengri listi yfir félagsmenn Zuism. Í umsögninni segir Páll Sigurðsson, þáverandi formaður hennar, að félagið uppfylli nú skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna þar sem „fjöldi félagsmanna hefur m.a. aukist verulega frá því að fyrri umsókn var lögð fram“. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt fram félagatal um að 22 væru í Zuism á þeim tíma. Enn hafnaði nefndin þó að mæla með skráningu Zuism sem trúfélags og vísaði til þess að ekki væri enn hægt að ráða af gögnunum hverjar trúarkenningar þess væru eða hvernig það ætlaði að iðka trúna. Hafnaði ráðuneytið umsókninni með bréfi 21. september. Dómsmálaráðuneyti, sem þá hét innanríkisráðuneytið, samþykkti umsókn Zuism um skráningu sem trúfélag í janúar árið 2013. Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum var þá hjá ráðuneytinu en færðist síðar til sýslumanns.Vísir/Vilhelm Samþykkt í þriðju atrennu Í þriðja sinn sendu zúistar ráðuneytinu umsókn, nú með tveimur blaðsíðum af frekari skýringum á trúarbrögðunum. Stærsti hluti þeirra var bein tilvitnun á ensku í bókina „Súmerar: saga þeirra, menning og skapgerð“ eftir Samuel Noah Kramer frá árinu 1963. Sögðust zúistar meðal annars ætla að iðka trúna með því að halda reglulegar samkomur þar sem sungnir væru sálmar frá „forn-súmeríu“ til heiðurs guðanna. „Farið er með bænir til sköpunarguðanna og einnig fer hver með bænir til sinna persónulegu undirguða. Zuism er með mikil af helgisiðum og athöfnum sem fara fram á þessum samkomum. Zuism skipuleggur einnig les og bænahópa,“ sagði í umsókninni um hvernig zúistar ætluðu að iðka trú sína. Þetta virðist hafa fullnægt kröfum álitsnefndarinnar sem taldi engin formskilyrði lengur standa í vegi þess að félagið fengi skráningu sem trúfélag 14. janúar árið 2013. Viðurkenndi ráðuneytið Zuism sem trúfélag með bréfi 28. janúar. Ólafur Helgi var jafnframt viðurkenndur forstöðumaður þess. Einar Ágústsson var skráður í stjórn Zuism að minnsta kosti svo seint sem í árslok 2017. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra.Skjáskot Enginn skráður fyrsta árið samkvæmt Hagstofunni Eftir að Zuism var skráð sem trúfélag virðist félögum hafa hríðfækkað snarlega. Þrátt fyrir að álitsnefndin hafi í fyrstu lagst gegn umsókn Zuism þegar félagsmenn voru aðeins fjórir fullorðnir einstaklingar virðast skráðir félagar aldrei hafa verið fleiri en það eftir að skráningin var samþykkt í lok janúar árið 2013 þar til þúsundir flykktust í félagið þegar byrjað var að lofa endurgreiðslum árið 2015. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var enginn skráður í Zuism árið 2013, tveir árið 2014 og fjórir árið 2015. Zuism er fyrst á blaði í uppgjöri Fjársýslu ríkisins vegna sóknargjalda til trú- og lífsskoðunarfélaga þegar greitt var út aukaframlag til sókna árið 2014. Þá voru þrír skráðir í félagið. Samkvæmt ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2014 voru félagar aðeins tveir í ársbyrjun. Engu að síður voru þrjú skráð í stjórn félagsins það ár. Við árslok voru félagar sagðir hafa verið fjórir. Fyrirspurn Vísis til Ágústs Arnars og Zuism um hvað hafi orðið um þá hátt í tuttugu aðra einstaklinga sem áttu að hafa verið í félaginu þegar sótt var um skráninguna á sínum tíma var ekki svarað. Páll Sigurðsson, formaður álitsnefndarinnar þegar umsókn Zuism var samþykkt, baðst undan viðtali við Vísi. Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann situr enn í álitsnefnd um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. Álitsnefndin ekki með rannsóknarheimildir Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla Íslands, sem sat í álitsnefndinni þegar umsókn Zuism var samþykkt segir að nefndin hafi miðað við að um 20-25 manns þyrftu að vera í félagi til að það gæti fengið skráningu sem trúfélag. Nefndin byggi aðeins á gögnum sem lögð eru fyrir hana. Hún hafi ekki heimild til rannsóknar umfram það að óska eftir viðbótargögnum telji hún þörf á þeim. „Það hefur ekki verið litið svo á að það hvíldi einhver rannsóknarskylda á herðum nefndarinnar að ganga úr skugga um að þeir félagar sem eru á framlögðum gögnum hafi raunverulega skráð sig sjálfir heldur hefur nefndin byggt á listunum og treyst því að það sé heiðarleiki í þessu,“ segir Hjalti spurður um mikla fækkun zúista eftir að félagið fékk skráningu sem trúfélag. Eftir að nefndin hefur skilað áliti hafi hún enga eftirlitsskyldu eða vald. Það hafi verið á hendi ráðuneytisins á þessum tíma. Eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga var fært til sýslumannsins á Norðurlandi eystra í febrúar árið 2014. Varðandi kröfur um að félög þyrftu að vera orðin rótgróin og festa komin á starfsemi þeirra til þess að þau fengju skráningu sem trú- eða lífsskoðunarfélög segir Hjalti að nefndin geti ekki stundað neins konar innihaldsprófun á kennisetningum eða trúarskoðunum félaganna nema sterkur grunur leiki á um að starfsemi þeirra brjóti í bága við lög. Margrét Einarsdóttir, núverandi formaður álitsnefndarinnar sem tók við í fyrra, segir að umsókn Zuism hafi verið samþykkt áður en lögum um trú- og lífsskoðunarfélög var breytt og frekari kröfur gerðar til félaga sem sóttust eftir skráningu í janúar árið 2013. Samkvæmt nýju lögunum þurfa félögin að annast athafnir eins og útfarir, giftingar, skírnir, nafngjafir, fermingar eða sambærilega athafnir. Þá er nú skýrt kveðið á um að 25 félaga þurfi til að félag fái skráningu. Áður var ekki kveðið á um tiltekin lágmarksfjölda í lögum. „Nú eru þessi skilyrði orðin alveg skýr í lögunum,“ segir hún við Vísi. Margrét Einarsdóttir, formaður álitsnefndar um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. Lögum hefur verið breytt frá því að umsókn Zuism var samþykkt árið 2013. Margrét tók við nefndinni í fyrra.Fréttablaðið/Stefán Takmörkuð starfsemi, húsnæðisleysi og tap Heimild er í lögum til að afskrá trúfélag ef það fullnægir ekki skilyrðum eða vanrækir skyldur sína. Þá heimild hugðist sýslumaður nýta árið 2015 þegar forsvarsmenn Zuism höfðu ekki skilað ársskýrslu eins og þeim bar skylda til og félagafjöldi var langt undir mörkum laganna. Áður en til afskráningar kom skoraði sýslumaðurinn á meðlimi Zuism sem töldu sig veita því forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Steig þá fram hópur fólks sem hafði það að markmiði að mótmæla fyrirkomulagi sóknargjalda og lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga. Sýslumaður viðurkenndi forsvarsmann hópsins sem forstöðumann Zuism í kjölfarið. Lofaði hópurinn því að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Loforðið laðaði rúmlega þrjú þúsund manns að Zuism þegar mest lét. Þegar ljóst var að félagið ætti von á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda steig Ágúst Arnar fram og krafðist yfirráða í félaginu. Eftir nokkuð langa deilu viðurkenndi sýslumaðurinn Ágúst Arnar sem forstöðumann Zuism í október árið 2017. Fjársýslan greiddi félaginu þá út rúmar fimmtíu milljónir króna í sóknargjöld sem hún hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráðin. Ágúst Arnar tók upp loforð hópsins sem hann deildi við um endurgreiðslurnar. Hann hefur tvisvar auglýst eftir umsóknum um endurgreiðslur, árið 2017 og 2018. Hann hefur hins vegar aldrei viljað greina frá því hversu margir félagsmenn hafi fengið endurgreitt eða hversu mikið. Að minnsta kosti tveir félagar í Zuism hafa sýnt Vísi staðfestingu á að þeir hafi fengið greiðslu frá trúfélaginu upp á hluta sóknargjalda í desember. Vísir hefur greint frá því að lítil sem engin starfsemi virðist fara fram á vegum Zuism og að það sé húsnæðislaust. Tæplega átta milljón króna tap hafi orðið á rekstri Zuism árið 2017 samkvæmt ársskýrslu sem félagið skilaði sýslumanni. Gjöld félagsins undir „óvenjulegum liðum“ hafi verið hátt í 36 milljónir króna það ár og ómögulegt sé að ráða af skýrslu félagsins hvert fjármunir þess hafa farið. Zuism fékk rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda í fyrra. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur sagst meðvitað um stöðu Zuism en hefur ekki viljað segja neitt til um hvort að það hafi félagið til athugunar. Fréttin hefur verið uppfærð. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hafnaði umsókn um að Zuism hlyti skráningu sem trúfélag í tvígang áður en hún var loks samþykkt í byrjun árs 2013. Ástæðan var meðal annars sú að félagafjöldi var langt undir viðmiðum og vafi þótti leika á kennisetningum félagsins og trúariðkun. Eftir að félagið fékk skráninguna samþykkta voru félagar mun færri en krafa var gerð um til þess að það fengi stöðu trúfélags. Zuism vakti mikla athygli þegar þáverandi forráðamenn félagsins boðuðu endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna sinna árið 2015. Í kjölfarið brutust út deilur um yfirráð í félaginu á milli upphaflegs stofnanda og hóps sem vildi taka það yfir til að mótmæla lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga. Óvissa ríkir um hver fer nú með völd í félaginu. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður félagsins og einn upphaflegra stofnenda, tilkynnti að hann væri hættur á mánudag í síðustu viku. Í yfirlýsingu var því haldið fram að ný stjórn hefði verið kjörin á aðalfundi í september og hún hafi tekið við í september. Engu að síður hefur engin tilkynning um breytingar á stöðu forstöðumanns eða stjórn félagsins verið tilkynnt sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem sér um eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum. Ekki var upplýst í yfirlýsingu Zuism hverjir skipuðu nýju stjórnina. Vísir hefur hvorki náð tali af Ágústi Arnari né öðrum forsvarsmönnum Zuism þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir undanfarna mánuði. Í síðustu ársskýrslu sem Zuism skilaði fyrir árið 2017 voru Einar Ágústsson, bróðir Ágústs Arnars, og Sóley Rut Magnúsdóttir, maki hans, skráð í stjórn. Einar hlaut þungan dóm fyrir fjársvik í Landsrétti í vetur. Saman hafa þeir Einar og Ágúst Arnar verið þekktir sem Kickstarter-bræður vegna safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einni þeirri var lokað í tengslum við rannsókn löggæsluyfirvalda. Gunnar Egill Egilsson, lögmaður, hefur rekið mál fyrir Zuism gegn ríkinu vegna dráttarvaxta á sóknargjöldum og skaðabóta og varði Einar í fjársvikamálinu sem hann var dæmdur í. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis sagðist Gunnar Egill ekki hafa vitneskju um hver væri í forsvari fyrir Zuism. Mál Zuism gegn ríkinu var síðast tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar, eftir að ný stjórn á að hafa tekið við. Hér eftir fer saga þess hvernig umsókn upphaflegra stofnenda Zuism um stöðu trúfélags var samþykkt eins og hún birtist í umsóknum stofnenda félagsins og samskiptum innanríkisráðuneytisins og álitsnefndar um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga frá því um vorið 2012 til ársbyrjunar 2013 sem Vísir hefur fengið afrit af. Ágúst Arnar var einn þriggja upphaflegra stjórnarmanna Zuism. Hann hefur stýrt félaginu síðustu ár en tilkynnti skyndilega að hann væri hættur í síðustu viku. Engin svör hafa fengist um hverjir skipa nýja stjórn.Skjáskot/Trinty Hafnað í tvígang Umsókn um að Zuism yrði formlega skráð sem trúfélag var fyrst send innanríkisráðuneytinu í mars árið 2012. Í henni var gerð grein fyrir kenningum félagsins, stjórn og lögum. Það var sagt byggt á fornum trúarbrögðum Súmera og fullyrt var að Zuism á Íslandi tengdist móðurkirkju Zuism í Delaware-ríki í Bandaríkjunum. Ólafur Helgi Þorgrímsson sendi umsóknina sem forstöðumaður félagsins en bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson voru titlaðir stjórnarmenn. Gögn sýna að Ólafur Helgi óskaði eftir að vera afskráður sem forstöðumaður Zuism í febrúar árið 2014. Ólafur Helgi vildi ekki tjá sig um félagið þegar Vísir leitaði eftir því fyrr í vetur en sagðist ekki tengjast félaginu lengur. Álitsnefndin gaf ráðuneytinu umsögn í byrjun apríl sama ár. Þar kom fram að aðeins væru fjórir fullorðnir félagar skráðir auk eins barns. „Er það langt fyrir neðan þau viðmiðunarmörk um lágmarksfjölda félaga, sem nefndin hefur fylgt í vinnulagsreglum sínum allt frá því að hún tók til starfa,“ segir í umsögn álitsnefndarinnar. Hún taldi heldur ekki sýnt fram á að félagið hefði náð fótfestu, hverjar trúarkenningar þess væru eða hvernig það hygðist iðka trú sína. Mælti nefndin því með því að umsókninni yrði hafnað. Fór ráðuneytið að þeim ráðleggingum og hafnaði umsókninni með bréfi sendu 10. apríl. Zúistar voru þó ekki af baki dottnir. Ólafur Helgi sendi það sem hann sagði uppfærð gögn um félagið í lok apríl. Þau gögn sem Vísir fékk frá ráðuneytinu voru þó aðeins þau sömu og fylgdu upphaflegu umsókninni. Af annarri umsögn álitsnefndarinnar frá því í september má ráða að í uppfærðu gögnunum hafi verið lengri listi yfir félagsmenn Zuism. Í umsögninni segir Páll Sigurðsson, þáverandi formaður hennar, að félagið uppfylli nú skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna þar sem „fjöldi félagsmanna hefur m.a. aukist verulega frá því að fyrri umsókn var lögð fram“. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt fram félagatal um að 22 væru í Zuism á þeim tíma. Enn hafnaði nefndin þó að mæla með skráningu Zuism sem trúfélags og vísaði til þess að ekki væri enn hægt að ráða af gögnunum hverjar trúarkenningar þess væru eða hvernig það ætlaði að iðka trúna. Hafnaði ráðuneytið umsókninni með bréfi 21. september. Dómsmálaráðuneyti, sem þá hét innanríkisráðuneytið, samþykkti umsókn Zuism um skráningu sem trúfélag í janúar árið 2013. Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum var þá hjá ráðuneytinu en færðist síðar til sýslumanns.Vísir/Vilhelm Samþykkt í þriðju atrennu Í þriðja sinn sendu zúistar ráðuneytinu umsókn, nú með tveimur blaðsíðum af frekari skýringum á trúarbrögðunum. Stærsti hluti þeirra var bein tilvitnun á ensku í bókina „Súmerar: saga þeirra, menning og skapgerð“ eftir Samuel Noah Kramer frá árinu 1963. Sögðust zúistar meðal annars ætla að iðka trúna með því að halda reglulegar samkomur þar sem sungnir væru sálmar frá „forn-súmeríu“ til heiðurs guðanna. „Farið er með bænir til sköpunarguðanna og einnig fer hver með bænir til sinna persónulegu undirguða. Zuism er með mikil af helgisiðum og athöfnum sem fara fram á þessum samkomum. Zuism skipuleggur einnig les og bænahópa,“ sagði í umsókninni um hvernig zúistar ætluðu að iðka trú sína. Þetta virðist hafa fullnægt kröfum álitsnefndarinnar sem taldi engin formskilyrði lengur standa í vegi þess að félagið fengi skráningu sem trúfélag 14. janúar árið 2013. Viðurkenndi ráðuneytið Zuism sem trúfélag með bréfi 28. janúar. Ólafur Helgi var jafnframt viðurkenndur forstöðumaður þess. Einar Ágústsson var skráður í stjórn Zuism að minnsta kosti svo seint sem í árslok 2017. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra.Skjáskot Enginn skráður fyrsta árið samkvæmt Hagstofunni Eftir að Zuism var skráð sem trúfélag virðist félögum hafa hríðfækkað snarlega. Þrátt fyrir að álitsnefndin hafi í fyrstu lagst gegn umsókn Zuism þegar félagsmenn voru aðeins fjórir fullorðnir einstaklingar virðast skráðir félagar aldrei hafa verið fleiri en það eftir að skráningin var samþykkt í lok janúar árið 2013 þar til þúsundir flykktust í félagið þegar byrjað var að lofa endurgreiðslum árið 2015. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var enginn skráður í Zuism árið 2013, tveir árið 2014 og fjórir árið 2015. Zuism er fyrst á blaði í uppgjöri Fjársýslu ríkisins vegna sóknargjalda til trú- og lífsskoðunarfélaga þegar greitt var út aukaframlag til sókna árið 2014. Þá voru þrír skráðir í félagið. Samkvæmt ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2014 voru félagar aðeins tveir í ársbyrjun. Engu að síður voru þrjú skráð í stjórn félagsins það ár. Við árslok voru félagar sagðir hafa verið fjórir. Fyrirspurn Vísis til Ágústs Arnars og Zuism um hvað hafi orðið um þá hátt í tuttugu aðra einstaklinga sem áttu að hafa verið í félaginu þegar sótt var um skráninguna á sínum tíma var ekki svarað. Páll Sigurðsson, formaður álitsnefndarinnar þegar umsókn Zuism var samþykkt, baðst undan viðtali við Vísi. Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann situr enn í álitsnefnd um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. Álitsnefndin ekki með rannsóknarheimildir Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla Íslands, sem sat í álitsnefndinni þegar umsókn Zuism var samþykkt segir að nefndin hafi miðað við að um 20-25 manns þyrftu að vera í félagi til að það gæti fengið skráningu sem trúfélag. Nefndin byggi aðeins á gögnum sem lögð eru fyrir hana. Hún hafi ekki heimild til rannsóknar umfram það að óska eftir viðbótargögnum telji hún þörf á þeim. „Það hefur ekki verið litið svo á að það hvíldi einhver rannsóknarskylda á herðum nefndarinnar að ganga úr skugga um að þeir félagar sem eru á framlögðum gögnum hafi raunverulega skráð sig sjálfir heldur hefur nefndin byggt á listunum og treyst því að það sé heiðarleiki í þessu,“ segir Hjalti spurður um mikla fækkun zúista eftir að félagið fékk skráningu sem trúfélag. Eftir að nefndin hefur skilað áliti hafi hún enga eftirlitsskyldu eða vald. Það hafi verið á hendi ráðuneytisins á þessum tíma. Eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga var fært til sýslumannsins á Norðurlandi eystra í febrúar árið 2014. Varðandi kröfur um að félög þyrftu að vera orðin rótgróin og festa komin á starfsemi þeirra til þess að þau fengju skráningu sem trú- eða lífsskoðunarfélög segir Hjalti að nefndin geti ekki stundað neins konar innihaldsprófun á kennisetningum eða trúarskoðunum félaganna nema sterkur grunur leiki á um að starfsemi þeirra brjóti í bága við lög. Margrét Einarsdóttir, núverandi formaður álitsnefndarinnar sem tók við í fyrra, segir að umsókn Zuism hafi verið samþykkt áður en lögum um trú- og lífsskoðunarfélög var breytt og frekari kröfur gerðar til félaga sem sóttust eftir skráningu í janúar árið 2013. Samkvæmt nýju lögunum þurfa félögin að annast athafnir eins og útfarir, giftingar, skírnir, nafngjafir, fermingar eða sambærilega athafnir. Þá er nú skýrt kveðið á um að 25 félaga þurfi til að félag fái skráningu. Áður var ekki kveðið á um tiltekin lágmarksfjölda í lögum. „Nú eru þessi skilyrði orðin alveg skýr í lögunum,“ segir hún við Vísi. Margrét Einarsdóttir, formaður álitsnefndar um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. Lögum hefur verið breytt frá því að umsókn Zuism var samþykkt árið 2013. Margrét tók við nefndinni í fyrra.Fréttablaðið/Stefán Takmörkuð starfsemi, húsnæðisleysi og tap Heimild er í lögum til að afskrá trúfélag ef það fullnægir ekki skilyrðum eða vanrækir skyldur sína. Þá heimild hugðist sýslumaður nýta árið 2015 þegar forsvarsmenn Zuism höfðu ekki skilað ársskýrslu eins og þeim bar skylda til og félagafjöldi var langt undir mörkum laganna. Áður en til afskráningar kom skoraði sýslumaðurinn á meðlimi Zuism sem töldu sig veita því forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Steig þá fram hópur fólks sem hafði það að markmiði að mótmæla fyrirkomulagi sóknargjalda og lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga. Sýslumaður viðurkenndi forsvarsmann hópsins sem forstöðumann Zuism í kjölfarið. Lofaði hópurinn því að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Loforðið laðaði rúmlega þrjú þúsund manns að Zuism þegar mest lét. Þegar ljóst var að félagið ætti von á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda steig Ágúst Arnar fram og krafðist yfirráða í félaginu. Eftir nokkuð langa deilu viðurkenndi sýslumaðurinn Ágúst Arnar sem forstöðumann Zuism í október árið 2017. Fjársýslan greiddi félaginu þá út rúmar fimmtíu milljónir króna í sóknargjöld sem hún hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráðin. Ágúst Arnar tók upp loforð hópsins sem hann deildi við um endurgreiðslurnar. Hann hefur tvisvar auglýst eftir umsóknum um endurgreiðslur, árið 2017 og 2018. Hann hefur hins vegar aldrei viljað greina frá því hversu margir félagsmenn hafi fengið endurgreitt eða hversu mikið. Að minnsta kosti tveir félagar í Zuism hafa sýnt Vísi staðfestingu á að þeir hafi fengið greiðslu frá trúfélaginu upp á hluta sóknargjalda í desember. Vísir hefur greint frá því að lítil sem engin starfsemi virðist fara fram á vegum Zuism og að það sé húsnæðislaust. Tæplega átta milljón króna tap hafi orðið á rekstri Zuism árið 2017 samkvæmt ársskýrslu sem félagið skilaði sýslumanni. Gjöld félagsins undir „óvenjulegum liðum“ hafi verið hátt í 36 milljónir króna það ár og ómögulegt sé að ráða af skýrslu félagsins hvert fjármunir þess hafa farið. Zuism fékk rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda í fyrra. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur sagst meðvitað um stöðu Zuism en hefur ekki viljað segja neitt til um hvort að það hafi félagið til athugunar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30
Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00
Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15