Sýslumaður á Norðurlandi eystra skorar á meðlimi trúfélagsins Zuism að gefa sig fram Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2015 13:54 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra er með aðsetur á Húsavík. Vísir/GVA „Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum. Trúmál Zuism Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
„Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum.
Trúmál Zuism Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira