Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2019 11:43 Hjólhýsið stóð í ljósum logum sem teygðu sig yfir í Benz-inn. Sigfús Steindórsson Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi. Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi.
Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33
Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07