Enski boltinn

Salah hafði betur gegn Mane og Aubameyang

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah sá besti í Afríku.
Salah sá besti í Afríku. vísir/getty
Mohamed Salah, framherji Liverpool og egypska landsliðsins, er besti knattspyrnumaðurinn í Afríku annað árið í röð.

Hinn 26 ára gamli framherji hafði betur gegn samherja sínum hjá Liverpool, Sadio Mane, og framherja Arsenal Pierre-Emerick Aubameyang í baráttunni um titilinn.

Hann tók við titlinum á hátið sem var haldinn í Senegal í kvöld en hann var einnig valinn besti afríski leikmaðurinn af BBC í desember.

„Mig hefur dreymt um að vinna þennan titil síðan að ég var krakki og núna hef ég unnið hann tvisvar í röð,“ sagði Salah er hann tók við verðlaununum.

Knattspyrnukona árins í Afríku var Thembi Kgatlana en hún er frá Suður-Afríku. Hún spilar með Houston Dash sem spilar í NWSL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×