Fótbolti

Íslenska knattspyrnulandsliðið æfir í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frederik Schram, markvörður íslenska liðsins.
Frederik Schram, markvörður íslenska liðsins. Mynd/Instagram/footballiceland
Karlalandsliðið í knattspyrnu er í Katar þessa dagana þar sem liðið æfir saman og mun síðan leika tvo vináttuleiki á næstu dögum.

Íslenska landsliðið mun spila báða leiki sína í Doha í Katar en sá fyrri er við Svíþjóð 11. janúar og sá síðari við Eistland 15. janúar.  

Leikmannahópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem eru á mála hjá félagsliðum á Norðurlöndunum og Íslandi. Sænska liðið lék gegn Finnlandi í vikunni og beið þar lægri hluti, 0-1.  

Knattspyrnusambandið gefur fólki tækifæri til að fylgjast með fréttum af liðinu í gegnum samfélagsmiðla KSÍ.  Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af æfingum liðsins.



 







 
 
 
View this post on Instagram
The perfect cross ... ? #fyririsland #footballskills

A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Jan 9, 2019 at 2:34am PST














Fleiri fréttir

Sjá meira


×