Akkúrat ár liðið frá banaslysi sem varð á svipuðum slóðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 15:03 Myndin er tekin á vettvangi rútuslyssins í Eldhrauni fyrir ári síðan. vísir/vilhelm Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009. Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009.
Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13