Minni hætta á snjóflóðum þökk sé stöðugum veðurskilyrðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2018 17:26 Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða. Vísir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir snjóinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum vera nokkuð stöðugan og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu. „Þessi snjór sem hefur verið að koma undanfarna daga er kannski stöðugur miðað við hvað hann hefur þó verið mikill, og það er vegna þess að hann kemur á auða jörð. Hann hefur komið allur í svona svipuðu veðri, það er búin að vera svipuð vindátt allan tímann og svipaður vindstyrkur og þá er hann svona stöðugri heldur en ef það hefði verið mikill snjór fyrir. Þá hefðum við líklega verið farin að sjá fleiri flóð úti á vegi og svoleiðis“ Harpa segir að í veðri eins og því sem gengið hefur yfir að undanförnu væri dæmigert að sjá flóð í Súðavíkurhlíð en á því hefur ekki borið enn þá. Hún segir þó að lélegt skyggni til fjalla valdi því að ekki sé hægt að segja til með fullri vissu um hvort fleiri flóð hafi fallið á svæðinu. „Menn hafa verið að reyna að rýna í fjöll í dag. Við erum líka með sjálfvirka snjódýptarmæla sem við fylgjumst vel með, auk veðurmæla sem mæla úrkomu og vind. Við teljum ekki að það sé snjóflóðahætta í byggð en við fylgjumst vel með á snjóflóðavakt veðurstofunnar.“Óvissustig í Súðavík og ÓlafsfirðiAðspurð hvort hætta vofi yfir einhverjum landshlutum segir Harpa ekki svo vera en sagði þó óvissustig ríkja á tveimur stöðum á landinu. „Það er óvissustig í Súðavíkurhlíðinni en hún er opin, sem þýðir að það er einhver snjóflóðahætta til staðar og það sama gildir um Ólafsfjarðarveg fyrir norðan, þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu.“ Þá segir Harpa ástandið vera nokkuð stöðugt annars staðar á landinu, hvergi væri snjóflóðahætta í byggð.Ekki verið hægt að kanna stöðuna sökum veðursHarpa segir að fannferginu á Vestfjörðum myndi að öllum líkindum ljúka seint í kvöld eða nótt og veðrið á svæðinu yrði heldur skaplegra á morgun. Þá hefði snjóað talsvert á Austfjörðum, en sá snjór sem hefði fallið væri að mestu leyti stöðugur. „Það kom talsvert mikill snjór í vikunni en hann kom að hluta til sem rigning á láglendi þannig það er svolítill snjór til fjalla en lítill á láglendi, og snjórinn talinn frekar stöðugur.“ Harpa segir að þegar mikill snjór falli á stuttum tíma sé alltaf hætta á flóðum, þó hættan sé ekki talin mikil í byggð. Þó verði að hafa í huga að fari fólk til fjalla stuttu eftir mikla snjókomu, til að mynda á skíði eða sleða, sé hætta á því að flóð fari af stað af mannavöldum. Kanna þurfi aðstæður áður en fólk fari af stað. „Snjórinn getur þurft smá tíma til að setjast, við höfum ekki haft tækifæri út af veðri til að kanna stöðugleikann á snjónum og gera prófanir til að kanna hvort það sé möguleiki að fólk setji af stað flóð.“ Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 „Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir snjóinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum vera nokkuð stöðugan og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu. „Þessi snjór sem hefur verið að koma undanfarna daga er kannski stöðugur miðað við hvað hann hefur þó verið mikill, og það er vegna þess að hann kemur á auða jörð. Hann hefur komið allur í svona svipuðu veðri, það er búin að vera svipuð vindátt allan tímann og svipaður vindstyrkur og þá er hann svona stöðugri heldur en ef það hefði verið mikill snjór fyrir. Þá hefðum við líklega verið farin að sjá fleiri flóð úti á vegi og svoleiðis“ Harpa segir að í veðri eins og því sem gengið hefur yfir að undanförnu væri dæmigert að sjá flóð í Súðavíkurhlíð en á því hefur ekki borið enn þá. Hún segir þó að lélegt skyggni til fjalla valdi því að ekki sé hægt að segja til með fullri vissu um hvort fleiri flóð hafi fallið á svæðinu. „Menn hafa verið að reyna að rýna í fjöll í dag. Við erum líka með sjálfvirka snjódýptarmæla sem við fylgjumst vel með, auk veðurmæla sem mæla úrkomu og vind. Við teljum ekki að það sé snjóflóðahætta í byggð en við fylgjumst vel með á snjóflóðavakt veðurstofunnar.“Óvissustig í Súðavík og ÓlafsfirðiAðspurð hvort hætta vofi yfir einhverjum landshlutum segir Harpa ekki svo vera en sagði þó óvissustig ríkja á tveimur stöðum á landinu. „Það er óvissustig í Súðavíkurhlíðinni en hún er opin, sem þýðir að það er einhver snjóflóðahætta til staðar og það sama gildir um Ólafsfjarðarveg fyrir norðan, þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu.“ Þá segir Harpa ástandið vera nokkuð stöðugt annars staðar á landinu, hvergi væri snjóflóðahætta í byggð.Ekki verið hægt að kanna stöðuna sökum veðursHarpa segir að fannferginu á Vestfjörðum myndi að öllum líkindum ljúka seint í kvöld eða nótt og veðrið á svæðinu yrði heldur skaplegra á morgun. Þá hefði snjóað talsvert á Austfjörðum, en sá snjór sem hefði fallið væri að mestu leyti stöðugur. „Það kom talsvert mikill snjór í vikunni en hann kom að hluta til sem rigning á láglendi þannig það er svolítill snjór til fjalla en lítill á láglendi, og snjórinn talinn frekar stöðugur.“ Harpa segir að þegar mikill snjór falli á stuttum tíma sé alltaf hætta á flóðum, þó hættan sé ekki talin mikil í byggð. Þó verði að hafa í huga að fari fólk til fjalla stuttu eftir mikla snjókomu, til að mynda á skíði eða sleða, sé hætta á því að flóð fari af stað af mannavöldum. Kanna þurfi aðstæður áður en fólk fari af stað. „Snjórinn getur þurft smá tíma til að setjast, við höfum ekki haft tækifæri út af veðri til að kanna stöðugleikann á snjónum og gera prófanir til að kanna hvort það sé möguleiki að fólk setji af stað flóð.“
Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 „Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00
„Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52