Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 07:00 Banksy vakti ávallt athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVA „Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira
„Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira