Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 07:00 Banksy vakti ávallt athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVA „Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira