Ívar: Íslenskir leikmenn þurfa að taka meiri ábyrgð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 18:19 Ívar er landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta vísir/daníel Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, segir fleiri íslenska leikmenn þurfa að spila ábyrgðarhlutverk í sínum félagsliðum. Íslenska landsliðið tapaði 52-82 fyrir því slóvakíska í Laugardalshöll í dag. „Ég er svekktur með þetta stóra tap því við vorum í þrjá leikhluta að gera mjög vel. Þetta er full stórt tap, maður hefði kannski sætt sig við 10-15 stiga tap, það hefði kannski verið sanngjarnt,“ sagði Ívar í leikslok. Íslenska liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í undankeppni EM til þessa. „Við vorum fljótar að brotna og þær skora 12-0 í byrjun fjórða, þá var leikurinn búinn.“ „Mér fannst við vera að spila vel fyrstu þrjá leikhlutana og gera vel. Vandamálið er bara það að okkur vantar fleiri leikmenn sem geta búið eitthvað til. Helena var sú eina sem var að búa til og hún var orðin þreytt í lokin.“ „Við þurfum fleiri leikmenn sem geta gert eitthvað fyrir okkur. Ég hef bent á það að þetta er erfitt fyrir okkur, þegar við horfum á íslensku deildina og 90 prósent af liðunum eru með Kana sem skorar 40-50 stig í leik. Það eru fáir íslenskir leikmenn sem bera einhverja ábyrgð í þessum liðum og því þarf að breyta. Íslenskir leikmenn þurfa að stíga upp.“ Ívar vildi þó ekki að orð sín yrðu túlkuð þannig að banna ætti Bandaríkjamenn í íslensku deildinni. „Það líka styrkir deildina og gerir aðra betri. En við þurfum samt sem áður að setja meiri ábyrgð á íslensku leikmennina. Ekki alltaf treysta á að Kanarnir klári hvern einasta leik. Við þurfum að fá fleiri íslenska leikmenn sem eru að taka ábyrgð.“ „Við erum með stelpur sem geta spottað upp og skotið og svoleiðis en þá vantar okkur leikmenn sem geta búið eitthvað til fyrir þær.“ Hvað þarf Ívar að leggja áherslu á á æfingum næstu daga fyrir lokaleikinn gegn Bosníu á miðvikudag. „Við þurfum í fyrsta lagi að lengja líftíma okkar. Við þurfum að finna lausnir í sókninni og geta búið til eitthvað meira í sókninni en það sem Helena er að búa til, það þurfa fleiri að búa til færi fyrir okkur. Við verðum svolítið einhæf að það sé bara einn maður að búa eitthvað til, það þurfa fleiri að stíga upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Körfubolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, segir fleiri íslenska leikmenn þurfa að spila ábyrgðarhlutverk í sínum félagsliðum. Íslenska landsliðið tapaði 52-82 fyrir því slóvakíska í Laugardalshöll í dag. „Ég er svekktur með þetta stóra tap því við vorum í þrjá leikhluta að gera mjög vel. Þetta er full stórt tap, maður hefði kannski sætt sig við 10-15 stiga tap, það hefði kannski verið sanngjarnt,“ sagði Ívar í leikslok. Íslenska liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í undankeppni EM til þessa. „Við vorum fljótar að brotna og þær skora 12-0 í byrjun fjórða, þá var leikurinn búinn.“ „Mér fannst við vera að spila vel fyrstu þrjá leikhlutana og gera vel. Vandamálið er bara það að okkur vantar fleiri leikmenn sem geta búið eitthvað til. Helena var sú eina sem var að búa til og hún var orðin þreytt í lokin.“ „Við þurfum fleiri leikmenn sem geta gert eitthvað fyrir okkur. Ég hef bent á það að þetta er erfitt fyrir okkur, þegar við horfum á íslensku deildina og 90 prósent af liðunum eru með Kana sem skorar 40-50 stig í leik. Það eru fáir íslenskir leikmenn sem bera einhverja ábyrgð í þessum liðum og því þarf að breyta. Íslenskir leikmenn þurfa að stíga upp.“ Ívar vildi þó ekki að orð sín yrðu túlkuð þannig að banna ætti Bandaríkjamenn í íslensku deildinni. „Það líka styrkir deildina og gerir aðra betri. En við þurfum samt sem áður að setja meiri ábyrgð á íslensku leikmennina. Ekki alltaf treysta á að Kanarnir klári hvern einasta leik. Við þurfum að fá fleiri íslenska leikmenn sem eru að taka ábyrgð.“ „Við erum með stelpur sem geta spottað upp og skotið og svoleiðis en þá vantar okkur leikmenn sem geta búið eitthvað til fyrir þær.“ Hvað þarf Ívar að leggja áherslu á á æfingum næstu daga fyrir lokaleikinn gegn Bosníu á miðvikudag. „Við þurfum í fyrsta lagi að lengja líftíma okkar. Við þurfum að finna lausnir í sókninni og geta búið til eitthvað meira í sókninni en það sem Helena er að búa til, það þurfa fleiri að búa til færi fyrir okkur. Við verðum svolítið einhæf að það sé bara einn maður að búa eitthvað til, það þurfa fleiri að stíga upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Körfubolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira