Helena: Vorum kannski ekki nógu vel undirbúnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 18:28 Helena Sverrisdóttir er leikjahæsti leikmaður Íslands vísir/daníel Helena Sverrisdóttir segir sóknarleik Íslands allt of stirðan og liðið þurfi að finna betri lausnir þar á. Ísland tapaði með þrjátíu stigum fyrir Slóvakíu í undankeppni EM 2019 Laugardalshöll í dag. „Mér fannst við spila ágætlega í fyrri hálfleik, eins og er svolítið oft okkar saga, en sóknin var bara rosalega stirð í seinni hálfeik og það var rosalega lítið flæði hjá okkur. Þá datt orkan svolítið niður varnarmegin og því fór sem fór,“ sagði Helena í leikslok í Laugardalshöll í dag. Sóknarleikur íslenska liðsins var slæmur í leiknum og nýtingin alls ekki góð, liðið var með 28 prósenta skotnýtingu í leiknum. „Við erum að fá erfið skot og reyna að þröngva einn á einn. Við þurfum greinilega að skoða þetta aðeins betur og sjá hvort við getum fundið einhver betri sóknarkerfi til þess að létta á. Þær voru að berjast vel í gegnum öll pikk og þá stirnaði allt þar sem við vorum ekki að fá það sem við héldum að við myndum fá.“ Íslenska liðið var inni í leiknum alveg fram í upphaf fjórða leikhluta þegar slóvakíska liðið tók áhlaup sem kláraði fyrir þær leikinn. „Við vissum að þær eru hörku lið og að um leið og við settum saman nokkur mistök þá myndu þær refsa okkur. Við sáum það núna, þegar við vorum slappar í langan tíma þá voru þær fljótar að setja stigin upp í þetta hátt.“ „Mér fannst þetta ekki alveg nógu gott, mér fannst við vera að berjast en vorum kannski ekki alveg nógu vel undirbúnar fyrir svona vörn,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Körfubolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir segir sóknarleik Íslands allt of stirðan og liðið þurfi að finna betri lausnir þar á. Ísland tapaði með þrjátíu stigum fyrir Slóvakíu í undankeppni EM 2019 Laugardalshöll í dag. „Mér fannst við spila ágætlega í fyrri hálfleik, eins og er svolítið oft okkar saga, en sóknin var bara rosalega stirð í seinni hálfeik og það var rosalega lítið flæði hjá okkur. Þá datt orkan svolítið niður varnarmegin og því fór sem fór,“ sagði Helena í leikslok í Laugardalshöll í dag. Sóknarleikur íslenska liðsins var slæmur í leiknum og nýtingin alls ekki góð, liðið var með 28 prósenta skotnýtingu í leiknum. „Við erum að fá erfið skot og reyna að þröngva einn á einn. Við þurfum greinilega að skoða þetta aðeins betur og sjá hvort við getum fundið einhver betri sóknarkerfi til þess að létta á. Þær voru að berjast vel í gegnum öll pikk og þá stirnaði allt þar sem við vorum ekki að fá það sem við héldum að við myndum fá.“ Íslenska liðið var inni í leiknum alveg fram í upphaf fjórða leikhluta þegar slóvakíska liðið tók áhlaup sem kláraði fyrir þær leikinn. „Við vissum að þær eru hörku lið og að um leið og við settum saman nokkur mistök þá myndu þær refsa okkur. Við sáum það núna, þegar við vorum slappar í langan tíma þá voru þær fljótar að setja stigin upp í þetta hátt.“ „Mér fannst þetta ekki alveg nógu gott, mér fannst við vera að berjast en vorum kannski ekki alveg nógu vel undirbúnar fyrir svona vörn,“ sagði Helena Sverrisdóttir.
Körfubolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum