43 ára fimleikakonan sem var hársbreidd frá verðlaunum á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 14:00 Chusovitina sker sig út úr hópnum, ekki bara vegna aldurs, heldur lætur hún glimmeraugnskuggana og skrautteygjurnar alveg vera Vísir/Getty Oksana Chusovitina er ekki verðlaunaðasti fimleikamaður heims og nafn hennar ratar ekki í fyrirsagnirnar mót eftir mót. Saga hennar er hins vegar ein sú magnaðasta í fimleikaheiminum. Á HM í Katar í liðinni viku var Chusovitina einu skrefi frá því að ná í bronsverðlaun í keppni í stökki. Það hefðu verið hennar 12. verðlaun á heimsmeistaramóti á þrjátíu og sex ára fimleikaferli. Já, þið lásuð rétt. Chusovitina hefur lagt stund á fimleika síðan 1982 og er enn að keppa við þær bestu. Stökk til að bjarga lífi sonar sínsChusovitina í loftinu á HM í Katarvísir/gettyChusovitina er fædd árið 1975 í Úsbekistan. Hún keppti fyrst á alþjóðavettvangi fyrir Sovétríkin en snéri til heimalandsins eftir upplausn þeirra. Þar æfði hún við aðstæður sem flestir keppinautar hennar hefðu ekki látið bjóða sér en vann samt til verðlauna. Árið 2002 var Chusovitina að hugsa um að láta gott heita, enda orðin 27 ára gömul. Þá greindist þriggja ára sonur hennar Alisher með hvítblæði. Alisher átti enga von í Úsbekistan. Heilbrigðiskerfið þar í landi var ekki í stakk búið til þess að hjálpa honum svo Chusovitina flutti til Þýskalands. Fimleikasamfélagið í Þýskalandi hjálpaði til við að safna pening fyrir meðferð Alisher og Chusovitina hélt áfram að æfa og keppa í fimleikum til þess að safna sér inn verðlaunafé. „Ef ég keppi ekki þá fær sonur minn ekki að lifa,“ sagði Chusovitina. Sex árum síðar vann Chusovitina sín fyrstu einstaklingsverðlaun á Ólympíuleikum. Hún hlaut silfurverðlaun í stökki, 0,075 stigum á eftir gullverðlaunahafanum Hong Un Jong. Nokkrum dögum seinna fékk Chusovitina þær fréttir að Alisher væri orðinn laus við hvítblæðið. Stefnir á áttundu ÓlympíuleikanaChusovitina varð fimmta í stökki á Ólympíuleikunum í London 2012. Þegar keppni lauk sagði hún þetta komið gott og tilkynnti að hún væri hætt keppni í fimleikum. Þegar hún vaknaði daginn eftir tók hún ákvörðunina til baka. 41 árs gömul mætti Chusovitina á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Þar reyndi hún við stökk sem kallast Produnova en á sér gælunafnið stökk dauðans. Stökk svo hættulegt að ekki einu sinni Simone Biles reynir við það.Chusovitina á palli á HM 2011 með McKayla Maroney og Thi Ha Thanh Phanvísir/gettyLeikarnir í Ríó voru sjöundu leikar Chusovitina. Enginn fimleikakona hefur keppt á svo mörgum leikum, enda fæstir sem ná að vera í hæsta gæðaflokki í íþróttinni í lengri tíma en sem nemur tveimur til þremur leikum. Hún stefnir hraðbyr á sína áttundu leika í Tókýó 2020. „Ég get keppt við stelpurnar án nokkurs vanda, ég veit það. Núna er ég með markmið,“ sagði Chusovitina eftir mótið í Doha í síðustu viku. Oksana Chusovitina er eini fimleikamaðurinn, karl- eða kvenkyns, sem hefur verið vígður inn í frægðarhöll íþróttarinnar á meðan hún er enn að. „Mér finnst eins og ég skilji lítinn part af mér eftir í hvert skipti sem ég keppi,“ sagði Chusovitina við vígsluna. Hún hafði rétt fyrir sér. Í Katar voru fjórar aðrar stúlkur að keppa sem voru mæður. Fordæmi Chusovitina hafði fengið þær allar til þess að trúa að þær gætu snúið til baka eftir barnsburð. Árið 2020 verður Chusovitina 45 ára. Simone Biles, Shallon Olsen og Alexa Moreno, þær þrjár sem höfðu betur en Chusovitina í stökkinu í Katar, verða 23ja, 20 og 26 ára. Fimleikar Úsbekistan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Oksana Chusovitina er ekki verðlaunaðasti fimleikamaður heims og nafn hennar ratar ekki í fyrirsagnirnar mót eftir mót. Saga hennar er hins vegar ein sú magnaðasta í fimleikaheiminum. Á HM í Katar í liðinni viku var Chusovitina einu skrefi frá því að ná í bronsverðlaun í keppni í stökki. Það hefðu verið hennar 12. verðlaun á heimsmeistaramóti á þrjátíu og sex ára fimleikaferli. Já, þið lásuð rétt. Chusovitina hefur lagt stund á fimleika síðan 1982 og er enn að keppa við þær bestu. Stökk til að bjarga lífi sonar sínsChusovitina í loftinu á HM í Katarvísir/gettyChusovitina er fædd árið 1975 í Úsbekistan. Hún keppti fyrst á alþjóðavettvangi fyrir Sovétríkin en snéri til heimalandsins eftir upplausn þeirra. Þar æfði hún við aðstæður sem flestir keppinautar hennar hefðu ekki látið bjóða sér en vann samt til verðlauna. Árið 2002 var Chusovitina að hugsa um að láta gott heita, enda orðin 27 ára gömul. Þá greindist þriggja ára sonur hennar Alisher með hvítblæði. Alisher átti enga von í Úsbekistan. Heilbrigðiskerfið þar í landi var ekki í stakk búið til þess að hjálpa honum svo Chusovitina flutti til Þýskalands. Fimleikasamfélagið í Þýskalandi hjálpaði til við að safna pening fyrir meðferð Alisher og Chusovitina hélt áfram að æfa og keppa í fimleikum til þess að safna sér inn verðlaunafé. „Ef ég keppi ekki þá fær sonur minn ekki að lifa,“ sagði Chusovitina. Sex árum síðar vann Chusovitina sín fyrstu einstaklingsverðlaun á Ólympíuleikum. Hún hlaut silfurverðlaun í stökki, 0,075 stigum á eftir gullverðlaunahafanum Hong Un Jong. Nokkrum dögum seinna fékk Chusovitina þær fréttir að Alisher væri orðinn laus við hvítblæðið. Stefnir á áttundu ÓlympíuleikanaChusovitina varð fimmta í stökki á Ólympíuleikunum í London 2012. Þegar keppni lauk sagði hún þetta komið gott og tilkynnti að hún væri hætt keppni í fimleikum. Þegar hún vaknaði daginn eftir tók hún ákvörðunina til baka. 41 árs gömul mætti Chusovitina á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Þar reyndi hún við stökk sem kallast Produnova en á sér gælunafnið stökk dauðans. Stökk svo hættulegt að ekki einu sinni Simone Biles reynir við það.Chusovitina á palli á HM 2011 með McKayla Maroney og Thi Ha Thanh Phanvísir/gettyLeikarnir í Ríó voru sjöundu leikar Chusovitina. Enginn fimleikakona hefur keppt á svo mörgum leikum, enda fæstir sem ná að vera í hæsta gæðaflokki í íþróttinni í lengri tíma en sem nemur tveimur til þremur leikum. Hún stefnir hraðbyr á sína áttundu leika í Tókýó 2020. „Ég get keppt við stelpurnar án nokkurs vanda, ég veit það. Núna er ég með markmið,“ sagði Chusovitina eftir mótið í Doha í síðustu viku. Oksana Chusovitina er eini fimleikamaðurinn, karl- eða kvenkyns, sem hefur verið vígður inn í frægðarhöll íþróttarinnar á meðan hún er enn að. „Mér finnst eins og ég skilji lítinn part af mér eftir í hvert skipti sem ég keppi,“ sagði Chusovitina við vígsluna. Hún hafði rétt fyrir sér. Í Katar voru fjórar aðrar stúlkur að keppa sem voru mæður. Fordæmi Chusovitina hafði fengið þær allar til þess að trúa að þær gætu snúið til baka eftir barnsburð. Árið 2020 verður Chusovitina 45 ára. Simone Biles, Shallon Olsen og Alexa Moreno, þær þrjár sem höfðu betur en Chusovitina í stökkinu í Katar, verða 23ja, 20 og 26 ára.
Fimleikar Úsbekistan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira