Erlent

Ætla að skjóta nýrri geimflaug til geimstöðvarinnar í desember

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn hreyfill eldflaugarinnar drap á sér og þurftu geimfararnir að framkvæma neyðarlendingu þann 11. október.
Einn hreyfill eldflaugarinnar drap á sér og þurftu geimfararnir að framkvæma neyðarlendingu þann 11. október. EPA/YURI KOCHETKOV
Geimvísindastofnun Rússlands, Roscosmos, hefur tilkynnt að aftur verði reynt að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þann 3. desember. Það er í fyrsta sinn síðan geimskot misheppnaðist fyrr í þessum mánuði. Í kjölfar þess að bilun kom upp í Soyuz eldflaug Rússlands þegar reynt var að skjóta þeim Nick Hague og Alexey Ovchinin út í geim þann 11. október, var ákveðið að stöðva mannaðar geimferðir um tíma.

Einn hreyfill eldflaugarinnar drap á sér og þurftu geimfararnir að framkvæma neyðarlendingu.

Sjá einnig: Hætta mönnuðum geimskotum í bili



Að þessu sinni verða þeir Oleg Kononenk frá Rússlandi, David Saint-Jacques frá Kanada og Anne McClain frá Bandaríkjunum send til geimstöðvarinnar. Áður en geimskotið misheppnaðist stóð til að senda þau þrjú af stað þann 20 desember en því hefur nú verið flýtt.



Geimskotinu var flýtt svo geimstöðin yrði ekki mannlaus um tíma.



Nú eru um borð Alexander Gerst frá Þýskalandi, Serena Aunon-Chancellor frá Bandaríkjunum og Sergey Prokopyev frá Rússlandi. Þá eiga að koma aftur til jarðarinnar í kringum 20. desember.

Ekki liggur fyrir hvort og þá hvenær þeir Hague og Ovchinin fá annað tækifæri til að fara til geimstöðvarinnar.

 


Tengdar fréttir

Hætta mönnuðum geimskotum í bili

Er ekki víst hvenær hægt verður að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar en núverandi áhöfn hennar á að snúa aftur til jarðar í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×