Fótbolti

Andri Rúnar í sænsku úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Rúnar fagnar marki með Helsingborg en hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.
Andri Rúnar fagnar marki með Helsingborg en hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. mynd/fésbókarsíða Helsinborg
Andri Rúnar Bjarnason og félagar í Helsinborg eru komnir upp í sænsku úrvalsdeildina þrátt fyrir að hafa ekki spilað í kvöld.

Eskilstuna þurfti að vinna sinn leik í kvöld til þess að halda sér á lífi í baráttunni um að komast upp í efstu deildina en þeir gerðu markalaust jafntefli við Landskrona.

Andri Rúnar og félagar eru á toppnum með sjö stiga forskot á Eskilstuna, sem er í þriðja sætinu, og Eskilstuna á einungis tvo leiki eftir. Helsingborg spilar gegn Östers á morgun.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Landskrona sem er í fimmtánda sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti í deildinni á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×