Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin Árni Jóhannsson skrifar 15. október 2018 21:41 Hannes Þór Halldórsson í leiknum í kvöld. Vísir/EPA „Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti