Nemendum Áslandsskóla mismunað í matarhléum Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2018 23:09 Áslandsskóli í Hafnarfirði. Fréttablaðið Anton Brink Nemendur Áslandsskóla í Hafnarfirði sem ekki eru í mataráskrift hafa ekki fengið að sitja við hlið samnemenda sinna sem eru í mataráskrift í matsal skólans. Kvörtun þess efnis barst Umboðsmanni barna í mars síðastliðnum en embættið segir það hafa verið þarfa ábendingu. Var erindi sent á bæjarstjórn Hafnarfjarðar, skóla og frístundasvið bæjarins auk skólastjórnenda í júní sem var ítrekað í ágúst. Engin viðbrögð hafa borist embættinu í dag en Umboðsmaður barna skorar á Áslandsskóla og Hafnarfjarðarbæ að bæta úr aðstöðunni sem allra fyrsta því matarhlé séu nauðsynleg nemendum til félagslegra samskipta og tengslamyndunar.Uppeldis og félagslegt gildi máltíða Samkvæmt erindi Umboðsmanns barna er nemendum, sem ekki eru í mataráskrift, gert að borða nesti sitt á annarri hæð skólans aðskildir frá þeim sem eru í mataráskrift. Er vísað í samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins þar sem er tekið fyrir hvers konar mismunun gegn börnum. Þá er einnig kveðið á í aðalnámskrá grunnskóla að skólar leggi áherslu á uppeldis og félagslegt gildi máltíða. Vonast Umboðsmaður barna til þess að Hafnarfjarðarbær taki til skoðunar hvernig bæta megi skipulag og aðstöðu Áslandsskóla þannig að skólinn geti tryggt öllum nemendum þann rétt til samverustunda í matarhléum sem leiðir af ákvæðum aðalnámskrár, grunnskólalaga og Barnasáttmálans. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Nemendur Áslandsskóla í Hafnarfirði sem ekki eru í mataráskrift hafa ekki fengið að sitja við hlið samnemenda sinna sem eru í mataráskrift í matsal skólans. Kvörtun þess efnis barst Umboðsmanni barna í mars síðastliðnum en embættið segir það hafa verið þarfa ábendingu. Var erindi sent á bæjarstjórn Hafnarfjarðar, skóla og frístundasvið bæjarins auk skólastjórnenda í júní sem var ítrekað í ágúst. Engin viðbrögð hafa borist embættinu í dag en Umboðsmaður barna skorar á Áslandsskóla og Hafnarfjarðarbæ að bæta úr aðstöðunni sem allra fyrsta því matarhlé séu nauðsynleg nemendum til félagslegra samskipta og tengslamyndunar.Uppeldis og félagslegt gildi máltíða Samkvæmt erindi Umboðsmanns barna er nemendum, sem ekki eru í mataráskrift, gert að borða nesti sitt á annarri hæð skólans aðskildir frá þeim sem eru í mataráskrift. Er vísað í samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins þar sem er tekið fyrir hvers konar mismunun gegn börnum. Þá er einnig kveðið á í aðalnámskrá grunnskóla að skólar leggi áherslu á uppeldis og félagslegt gildi máltíða. Vonast Umboðsmaður barna til þess að Hafnarfjarðarbær taki til skoðunar hvernig bæta megi skipulag og aðstöðu Áslandsskóla þannig að skólinn geti tryggt öllum nemendum þann rétt til samverustunda í matarhléum sem leiðir af ákvæðum aðalnámskrár, grunnskólalaga og Barnasáttmálans.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira