Fótbolti

Hannes: Stoltið er sært

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson þurfti að taka boltann sex sinnum úr marki sínu í 6-0 tapi gegn Sviss í fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni.

„Þetta er ekki eins og tilfinning eftir venjulegt tap. Þetta er eitthvað allt annað. Augljóslega ekki eitthvað sem við höfum upplifað áður með íslenska landsliðinu,” sagði Hannes í leikslok.

„Ég man eftir einum skelli í 8-liða úrslitunum gegn Frakklandi en við héldum að minnsta kosti áfram og skoruðum einhver mörk og sýndum karakter. Í dag var ekkert til staðar.”

„Það verður að segjast alveg eins og er. Við reyndum framan af og fyrri hálfleikurinn var ekki góður en hann var engin hörmung eins og síðari hálfleikurinn sem var hörmung.”

„Nú er okkar starf að einangra þetta við þennan leik. Þetta var slys og við höfum nokkra daga til þess að bæta upp fyrir þetta. Ég get lofað þér því að við mætum klárir í það verkefni.”

„Ég veit ekki hvað á að kalla þetta. Auðvitað eru allir að reyna en síðan undir lokin er þetta bara damage-control þar sem þeir eru að rúlla yfir okkur.”

„Stoltið er sært.”

Allt viðtalið má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×