Tók lögin í eigin hendur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:41 Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband. Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband.
Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira