Vankaður smyrill gisti á lúxushóteli í viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Guttormur Hugi hefur heimsótt hótelið aftur eftir að honum var sleppt. Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira