Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 12:40 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra. Vísir/Vilhelm Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira