Efndir, ekki nefndir Sigurður Hannesson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Góð lífsgæði þjóða verða til á grundvelli verðmætasköpunar. Í samkeppni fyrirtækja á ólíkum mörkuðum skiptir samkeppnishæfni þess ríkis sem fyrirtækin starfa í meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja er einn fjögurra þátta sem mestu ræður um samkeppnishæfni ríkja, ásamt menntun, innviðum og nýsköpun. Staðan hér er ekki eins og best verður á kosið í þessum efnum. Hér á landi eru laun há í alþjóðlegum samanburði, skattar á fyrirtæki eru háir og munar þar mestu um tryggingagjaldið auk þess sem vextir eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Miklar vonir eru bundnar við að endurskoðun peningastefnu geti ásamt umbótum á vinnumarkaði og stefnu í opinberum fjármálum breytt því til lengri tíma litið en þá þarf að taka ákvarðanir strax. Efnahagsleg endurreisn Íslands tókst vonum framar og henni er nú lokið. Losun fjármagnshafta var þarft verk sem leysti mikla og jákvæða krafta úr læðingi. Um það hafa allir verið sammála að peningastefnu þyrfti að endurskoða þegar höft væru losuð. Af því tilefni hafa verið skrifaðar vandaðar skýrslur með greiningum og tillögum, bæði af Seðlabanka Íslands og nú nýlega af hópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Það vantar því ekki tillögur og vandinn er vel skilgreindur. Því miður er þessari endurskoðun þó ekki lokið, tæpum áratug eftir að höft voru sett á. Auka þarf fyrirsjáanleika í þessu mikilvæga máli. Lengi hafa raunvextir hér á landi verið hærri en í nágrannaríkjunum. Það er aukakostnaður fyrir fyrirtæki hér á landi sem erlendir samkeppnisaðilar þurfa ekki að bera. Slíkt getur skapað ógn við fjármálalegan stöðugleika eins og kom í ljós fyrr á þessari öld þar sem erlendir fjárfestar sóttu í háa vexti hérlendis og innlend fyrirtæki og heimili fjármögnuðu sig í erlendum myntum á mun lægri vöxtum en þekktust hér á landi. Á þessu hefur verið tekið með ýmsum hömlum en nær væri að ráðast að rótum vandans og innleiða nauðsynlegar og tímabærar umbætur í þá veru. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að bæta úr því og tíminn til þess er núna.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenska krónan Sigurður Hannesson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Góð lífsgæði þjóða verða til á grundvelli verðmætasköpunar. Í samkeppni fyrirtækja á ólíkum mörkuðum skiptir samkeppnishæfni þess ríkis sem fyrirtækin starfa í meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja er einn fjögurra þátta sem mestu ræður um samkeppnishæfni ríkja, ásamt menntun, innviðum og nýsköpun. Staðan hér er ekki eins og best verður á kosið í þessum efnum. Hér á landi eru laun há í alþjóðlegum samanburði, skattar á fyrirtæki eru háir og munar þar mestu um tryggingagjaldið auk þess sem vextir eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Miklar vonir eru bundnar við að endurskoðun peningastefnu geti ásamt umbótum á vinnumarkaði og stefnu í opinberum fjármálum breytt því til lengri tíma litið en þá þarf að taka ákvarðanir strax. Efnahagsleg endurreisn Íslands tókst vonum framar og henni er nú lokið. Losun fjármagnshafta var þarft verk sem leysti mikla og jákvæða krafta úr læðingi. Um það hafa allir verið sammála að peningastefnu þyrfti að endurskoða þegar höft væru losuð. Af því tilefni hafa verið skrifaðar vandaðar skýrslur með greiningum og tillögum, bæði af Seðlabanka Íslands og nú nýlega af hópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Það vantar því ekki tillögur og vandinn er vel skilgreindur. Því miður er þessari endurskoðun þó ekki lokið, tæpum áratug eftir að höft voru sett á. Auka þarf fyrirsjáanleika í þessu mikilvæga máli. Lengi hafa raunvextir hér á landi verið hærri en í nágrannaríkjunum. Það er aukakostnaður fyrir fyrirtæki hér á landi sem erlendir samkeppnisaðilar þurfa ekki að bera. Slíkt getur skapað ógn við fjármálalegan stöðugleika eins og kom í ljós fyrr á þessari öld þar sem erlendir fjárfestar sóttu í háa vexti hérlendis og innlend fyrirtæki og heimili fjármögnuðu sig í erlendum myntum á mun lægri vöxtum en þekktust hér á landi. Á þessu hefur verið tekið með ýmsum hömlum en nær væri að ráðast að rótum vandans og innleiða nauðsynlegar og tímabærar umbætur í þá veru. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að bæta úr því og tíminn til þess er núna.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun