Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:32 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun