Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2018 22:00 Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þetta er orðið fimmtán ára deilumál; hvar Vestfjarðavegur eigi að liggja í gegnum Gufudalssveit í framtíðinni. Þegar fráfarandi sveitarstjórn í byrjun marsmánaðar valdi á milli tveggja valkosta, að vegurinn færi í gegnum Teigsskóg eða í jarðgöngum undir Hjallaháls, samþykkti hún með fjórum atkvæðum gegn einu að setja Teigsskógarleiðina inn á aðalskipulag.Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps þann 8. mars sem samþykkti að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Mánuði síðar tók hreppsnefndin hins vegar óvænt hliðarskref, þegar hún samþykkti að fela norskri verkfræðistofu að gera nýja úttekt á veglínum. Hagkaupsbræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir veita Reykhólahreppi fimm milljóna króna styrk til að kosta úttektina, að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra. Viðmælendum okkar í Reykhólahreppi ber saman um að Teigsskógarmálið hafi nær ekkert verið rætt fyrir þessar kosningar en þar var persónukjör. En hvaða afstöðu hafa nýkjörnir hreppsnefndarmenn til málsins? Við spurðum alla fimm í dag: Ingimar Ingimarsson sagði: Búið að afgreiða málið, ættum að halda okkur við það. Ef annar skýr valkostur kæmi fram, sem öllum litist á, mætti taka upp skipulagið. Árný Huld Haraldsdóttir sagði: Ég er alveg tilbúin að skoða að taka upp skipulagið, ef niðurstaða Norðmannanna verður þannig að þetta sé eitthvað skrítið. Við getum samt ekki beðið endalaust eftir því að eitthvað verði gert. Jóhanna Ösp Einarsdóttir sagði: Ef það kemur eitthvað út úr norsku úttektinni sem okkur hefur yfirsést er ég tilbúin að taka upp aðalskipulagið. Karl Kristjánsson sagði: Stend við fyrri afstöðu um að friðlýsa Teigsskóg og vil jarðgöng undir Hjallaháls. Embla Dögg Jóhannsdóttir sagði: Mér líst vel á leiðina í gegnum Teigsskóg og tel líklegast að hún verði farin. Þetta þarf að fara að leysa, þetta er orðið of langdregið. Er samt alveg tilbúin að taka upp skipulagið og er opin fyrir öllu. Með öðrum orðum: Allir eru tilbúnir að opna málið.Styrmir Sæmundsson og Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Fremri-Gufudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það gætir þó óþreyju, eins og fram kom í máli Jóhönnu Aspar á Stöð 2 í fyrra, en hún vill láglendisveg. „Ég vil bara að þeir byrji. Mér er svona nokkuð sama hvar þeir fara, - bara að þeir byrji,“ sagði Jóhanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þetta er orðið fimmtán ára deilumál; hvar Vestfjarðavegur eigi að liggja í gegnum Gufudalssveit í framtíðinni. Þegar fráfarandi sveitarstjórn í byrjun marsmánaðar valdi á milli tveggja valkosta, að vegurinn færi í gegnum Teigsskóg eða í jarðgöngum undir Hjallaháls, samþykkti hún með fjórum atkvæðum gegn einu að setja Teigsskógarleiðina inn á aðalskipulag.Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps þann 8. mars sem samþykkti að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Mánuði síðar tók hreppsnefndin hins vegar óvænt hliðarskref, þegar hún samþykkti að fela norskri verkfræðistofu að gera nýja úttekt á veglínum. Hagkaupsbræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir veita Reykhólahreppi fimm milljóna króna styrk til að kosta úttektina, að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra. Viðmælendum okkar í Reykhólahreppi ber saman um að Teigsskógarmálið hafi nær ekkert verið rætt fyrir þessar kosningar en þar var persónukjör. En hvaða afstöðu hafa nýkjörnir hreppsnefndarmenn til málsins? Við spurðum alla fimm í dag: Ingimar Ingimarsson sagði: Búið að afgreiða málið, ættum að halda okkur við það. Ef annar skýr valkostur kæmi fram, sem öllum litist á, mætti taka upp skipulagið. Árný Huld Haraldsdóttir sagði: Ég er alveg tilbúin að skoða að taka upp skipulagið, ef niðurstaða Norðmannanna verður þannig að þetta sé eitthvað skrítið. Við getum samt ekki beðið endalaust eftir því að eitthvað verði gert. Jóhanna Ösp Einarsdóttir sagði: Ef það kemur eitthvað út úr norsku úttektinni sem okkur hefur yfirsést er ég tilbúin að taka upp aðalskipulagið. Karl Kristjánsson sagði: Stend við fyrri afstöðu um að friðlýsa Teigsskóg og vil jarðgöng undir Hjallaháls. Embla Dögg Jóhannsdóttir sagði: Mér líst vel á leiðina í gegnum Teigsskóg og tel líklegast að hún verði farin. Þetta þarf að fara að leysa, þetta er orðið of langdregið. Er samt alveg tilbúin að taka upp skipulagið og er opin fyrir öllu. Með öðrum orðum: Allir eru tilbúnir að opna málið.Styrmir Sæmundsson og Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Fremri-Gufudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það gætir þó óþreyju, eins og fram kom í máli Jóhönnu Aspar á Stöð 2 í fyrra, en hún vill láglendisveg. „Ég vil bara að þeir byrji. Mér er svona nokkuð sama hvar þeir fara, - bara að þeir byrji,“ sagði Jóhanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26
Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15