Erlent

Yfirmaður fimleikalæknisins ákærður fyrir kynferðisbrot

Kjartan Kjartansson skrifar
Strampel er meðal annars sakaður um að hafa þuklað á rassi tveggja nemenda, beðið um nektarmyndir af konum og haft uppi afar óviðeigandi ummæli við nokkrar stúlkur.
Strampel er meðal annars sakaður um að hafa þuklað á rassi tveggja nemenda, beðið um nektarmyndir af konum og haft uppi afar óviðeigandi ummæli við nokkrar stúlkur. Vísir/AFP
Deildarforseti hjá Ríkisháskóla Michigan í Bandaríkjunum sem var yfirmaður Larrys Nassar, fyrrverandi læknis fimleikaliðs Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og vörslu nektarmynda af nemendum.

William Strampel er einnig sakaður um að hafa ekki haft viðunandi eftirlit með störfum Nassar þrátt fyrir kvartanir um hegðun hans. Nassar er talinn hafa misnotað 265 stúlkur, þar á meðal landsliðskonur Bandaríkjanna í fimleikum, og hefur verið dæmdur í meira 300 ára fangelsi.

Dómsmálaráðherra Michigan hóf rannsókn á því hvernig Nassar komst upp með brot sín svo lengi í janúar.  Hann vann sem læknir á stofu á háskólasvæðinu og áttu mörg brot hans sér stað þar. Strampel var yfirmaður hans þar.

Á tölvu Strampel fundust klámfengnar myndir. Margar þeirra reyndust vera af stúlkum sem stunduðu nám við Ríkisháskóla Michigan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá fannst myndband af Nassar að misnota unga konu.

Strampel hætti störfum við lok síðasta árs. Ástæðan þá var sögð læknisfræðileg. Hann var þó áfram á launum hjá háskólum þar til hann var rekinn í febrúar. Þá höfðu komið fram ásakanir um að hann hefði ekki fylgst með Nassar eftir kvörtun gegn lækninum árið 2014. Strampel leyfði Nassar að starfa áfram á meðan rannsókn var í gangi á framferði hans.

Á þeim tíma áreitti Nassar nokkrar stúlkur til viðbótar.


Tengdar fréttir

Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum

New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×