Matthías fær samkeppni frá tveimur landsliðsframherjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 17:00 Matthías Vilhjálmsson. Vísir/Getty Matthías Vilhjálmsson stóð sig frábærlega með Rosenborg á síðustu leiktíð en nú verður enn erfiðara fyrir íslenska framherjann að fá mínútur hjá norsku meisturunum á komandi tímabili þegar Matthías kemur til baka eftir krossbandaslitið. Samkeppni jókst nefnilega til mikilla muna í gær þegar Rosenborg keypti norska landsliðsframherjann Alexander Söderlund frá Saint-Etienne. Fyrir er danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner. Alexander Söderlund skrifaði undir þriggja ára samning við Rosenborg. „Það er ótrúlega gott að koma til baka. Nú hlakka ég aftur til að fara á æfingar,“ sagði Söderlund við heimasíðu Rosenborg. „Ég hef heyrt að Nicklas sé mjög góður gaur og ég hlakka til að hitta hann á æfingum og spila með hinum,“ sagði Söderlund en hann minntist samt ekkert á Matthías. Matthías hefur sjálfur sett stefnuna að koma til baka um mitt sumar.#velkommenhjemhttps://t.co/hHVwhMQ603pic.twitter.com/8qgkwcG3xf — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) February 1, 2018 Alexander Söderlund skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Lars Lagerback í 1-1 jafntefli á móti Tékkum í undankeppni HM í júní síðastliðnum en Bendtner hefur skorað 30 mörk fyrir danska landsliðið og það síðasta kom þegar Danir tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. Söderlund er að koma aftur til Rosenborg þar sem hann skoraði 38 mörk í 63 deildarleikjum frá 2013 til 2015. Matthías Vilhjálmsson kom til Rosenborg frá Start á miðju sumri 2015 og lék fyrsta hálfa tímabilið með Söderlund. Þeir höfðu einnig leikið saman hjá FH sumarið 2009. Matthías meiddist á hné í ágústlok á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 15 mörk í 23 deildar- og bikarleikjum fram að því. Hann var þá markahæsti leikmaður Rosenborg en eftir að íslenski framherjinn meiddist þá fór Nicklas Bendtner í gang. Nicklas Bendtner skoraði 10 mörk í síðustu 10 deildarleikjum tímabilsins og endaði sem markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson stóð sig frábærlega með Rosenborg á síðustu leiktíð en nú verður enn erfiðara fyrir íslenska framherjann að fá mínútur hjá norsku meisturunum á komandi tímabili þegar Matthías kemur til baka eftir krossbandaslitið. Samkeppni jókst nefnilega til mikilla muna í gær þegar Rosenborg keypti norska landsliðsframherjann Alexander Söderlund frá Saint-Etienne. Fyrir er danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner. Alexander Söderlund skrifaði undir þriggja ára samning við Rosenborg. „Það er ótrúlega gott að koma til baka. Nú hlakka ég aftur til að fara á æfingar,“ sagði Söderlund við heimasíðu Rosenborg. „Ég hef heyrt að Nicklas sé mjög góður gaur og ég hlakka til að hitta hann á æfingum og spila með hinum,“ sagði Söderlund en hann minntist samt ekkert á Matthías. Matthías hefur sjálfur sett stefnuna að koma til baka um mitt sumar.#velkommenhjemhttps://t.co/hHVwhMQ603pic.twitter.com/8qgkwcG3xf — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) February 1, 2018 Alexander Söderlund skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Lars Lagerback í 1-1 jafntefli á móti Tékkum í undankeppni HM í júní síðastliðnum en Bendtner hefur skorað 30 mörk fyrir danska landsliðið og það síðasta kom þegar Danir tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. Söderlund er að koma aftur til Rosenborg þar sem hann skoraði 38 mörk í 63 deildarleikjum frá 2013 til 2015. Matthías Vilhjálmsson kom til Rosenborg frá Start á miðju sumri 2015 og lék fyrsta hálfa tímabilið með Söderlund. Þeir höfðu einnig leikið saman hjá FH sumarið 2009. Matthías meiddist á hné í ágústlok á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 15 mörk í 23 deildar- og bikarleikjum fram að því. Hann var þá markahæsti leikmaður Rosenborg en eftir að íslenski framherjinn meiddist þá fór Nicklas Bendtner í gang. Nicklas Bendtner skoraði 10 mörk í síðustu 10 deildarleikjum tímabilsins og endaði sem markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira