Innlent

Brotist inn í dýraspítalann í Víðidal

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Innbrotahrinan ætlar engan endi að taka.
Innbrotahrinan ætlar engan endi að taka. VÍSIR/GETTY
Áfram heldur innbrotafaraldurinn á höfuðborgarsvæðinu sem reglulega hefur verið fjallað um á síðustu vikum.

Brotist var inn á tveimur stöðum í Reykjavík í nótt, annars vegar var farið inn í fyrirtæki í Súðarvogi og hins vegar var brotist inn í dýraspítalann í Víðidal.

Lítið er vitað um málin að svo stöddu. Ekki er búið að taka saman hverju var stolið eða gera úttekt á skemmdum. Þó greinir lögreglan frá því að það hafi verið „farið inn og rótað“ í Víðidal.

Sjá einnig: Gruna að glæpasamtök stundi innbrot á höfuðborgarsvæðinu

Af öðrum málum sem komu inn á borð lögreglunnar í nótt ber helst að nefna líkamsárás við veitingahús í Kópavogi á sjötta tímanum í gærkvöldi. Þar var einn maður handtekinn grunaður um að hafa veist að öðrum. Hinn grunaði hefur fengið að verja nóttinni í fangaklefa en ekki er vitað hvernig þolandanum heilsast.

Að sama skapi voru nokkrir ökumenn stöðvaðir sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×