KSÍ bætir við í hóp bakhjarla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2018 17:15 Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Aðsend Knattspyrnusamband Íslands og Vodafone undirrituðu í dag samning þess efnis að Vodafone bætist í hóp styrktaraðila sambandsins, sem telur nú sex talsins. Þetta var tilkynnt í dag og er samningurinn til næstu þriggja ára. Fréttatilkynningu Vodafone á Íslandi má lesa hér fyrir neðan en tekið skal fram að Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, er einnig eigandi Vísis, fréttastofu Stöðvar 2 og Stöð 2 Sport. „Vodafone verður einn af bakhjörlum KSÍ Vodafone á Íslandi (Fjarskipti hf.) skrifaði í dag undir samstarfssamning við Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og er þar með orðinn einn af bakhjörlum sambandsins. KSÍ vinnur með sex innlendum bakhjörlum með það að markmiði að auka áhuga á knattspyrnu og efla grasrótarstarf um land allt. Samningurinn nær til landsliða karla og kvenna innan KSÍ. Samstarfssamningur Vodafone og KSÍ gildir í tæp þrjú ár en Vodafone annast meðal annars fjarskiptaþjónustu KSÍ og veitir sambandinu tæknilega aðstoð. Þetta á meðal annars við á ferðum landsliðsins erlendis þar sem Vodafone á Íslandi byggir þjónustu og vöruúrval í nánu samstarfi við Vodafone Group, eitt stærsta og öflugasta fjarskiptafélag í heimi. Stöð 2 Sport, sem er einn miðla Fjarskipta, á fyrir í víðtæku samstarfi við KSÍ um beinar útsendingar frá leikjum og umfjöllun um Pepsi-deild kvenna og karla auk þess að hafa tryggt sér sýningarrétt á Þjóðardeild karla árið 2019 og Evrópukeppni karla árið 2020. „Vodafone er stolt af því að vera bakhjarl öflugs starfs KSÍ hvort sem kemur að grasrótarstarfi sem og öflugum landsliðum karla og kvenna. Nýjar höfuðstöðvar okkar eru með gott útsýni yfir Laugardalsvöllinn og við finnum greinilega fyrir miklum áhuga sem velgengni landsliða okkar hefur kveikt bæði meðal viðskiptavina og erlendra samstarfsaðila. Miðlar okkar hafa mikla aðkomu að íþróttum og tengdri framleiðslu þar sem Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt á Þjóðardeild UEFA, þar sem karlalandsliðið okkar tekur þátt árið 2019, og Evrópukeppni karla árið 2020. Næsta stóra verkefni fyrir íslenskt landslið er heimsmeistarakeppnin í ár þar sem við munum styðja við þétt bakið á KSÍ og fylgjast spennt og stolt með eins og þjóðin öll“, segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone (Fjarskipta hf.).“ Fótbolti Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands og Vodafone undirrituðu í dag samning þess efnis að Vodafone bætist í hóp styrktaraðila sambandsins, sem telur nú sex talsins. Þetta var tilkynnt í dag og er samningurinn til næstu þriggja ára. Fréttatilkynningu Vodafone á Íslandi má lesa hér fyrir neðan en tekið skal fram að Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, er einnig eigandi Vísis, fréttastofu Stöðvar 2 og Stöð 2 Sport. „Vodafone verður einn af bakhjörlum KSÍ Vodafone á Íslandi (Fjarskipti hf.) skrifaði í dag undir samstarfssamning við Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og er þar með orðinn einn af bakhjörlum sambandsins. KSÍ vinnur með sex innlendum bakhjörlum með það að markmiði að auka áhuga á knattspyrnu og efla grasrótarstarf um land allt. Samningurinn nær til landsliða karla og kvenna innan KSÍ. Samstarfssamningur Vodafone og KSÍ gildir í tæp þrjú ár en Vodafone annast meðal annars fjarskiptaþjónustu KSÍ og veitir sambandinu tæknilega aðstoð. Þetta á meðal annars við á ferðum landsliðsins erlendis þar sem Vodafone á Íslandi byggir þjónustu og vöruúrval í nánu samstarfi við Vodafone Group, eitt stærsta og öflugasta fjarskiptafélag í heimi. Stöð 2 Sport, sem er einn miðla Fjarskipta, á fyrir í víðtæku samstarfi við KSÍ um beinar útsendingar frá leikjum og umfjöllun um Pepsi-deild kvenna og karla auk þess að hafa tryggt sér sýningarrétt á Þjóðardeild karla árið 2019 og Evrópukeppni karla árið 2020. „Vodafone er stolt af því að vera bakhjarl öflugs starfs KSÍ hvort sem kemur að grasrótarstarfi sem og öflugum landsliðum karla og kvenna. Nýjar höfuðstöðvar okkar eru með gott útsýni yfir Laugardalsvöllinn og við finnum greinilega fyrir miklum áhuga sem velgengni landsliða okkar hefur kveikt bæði meðal viðskiptavina og erlendra samstarfsaðila. Miðlar okkar hafa mikla aðkomu að íþróttum og tengdri framleiðslu þar sem Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt á Þjóðardeild UEFA, þar sem karlalandsliðið okkar tekur þátt árið 2019, og Evrópukeppni karla árið 2020. Næsta stóra verkefni fyrir íslenskt landslið er heimsmeistarakeppnin í ár þar sem við munum styðja við þétt bakið á KSÍ og fylgjast spennt og stolt með eins og þjóðin öll“, segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone (Fjarskipta hf.).“
Fótbolti Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira